mánudagur, maí 14, 2007

DK- Ísland - Slóvenía - Ísland - DK

Ísland -Slóvenía - Ísland og svo komin aftur til DK. Víst eins gott þar sem Íslendingar sitja enn uppi (þrátt fyrir minnihluta atkvæða) með ríkisstjórn sem er orðin samheiti yfir spillingu og misbeitingu valds, alla vega enn sem komið er. Best að vera bara hérna í sósíalismanum í dk!!!

Átti góða viku í Slóveníu og kom heim með nýjan klút. Evrópustjórnarklútinn :o) (Sem er reyndar slæða, og með þeim ljótari, en anyway, það er ekki útlitið sem skiptir máli heldur hvað hún stendur fyrir... ;o)
Sá því miður of lítið af Slóveníu í þetta skiptið en var betur sett en margir eftir flakkið um árið með Sigyn Björk. Náði líka einni nótt með Ursku og Dimi, sem var vel nýtt í kjaftagang og hlátur :o)

Gisti á 4 stjörnu hóteli og var mjög fegin því að hafa verið þar en ekki á 5 stjörnu hótelinu eftir að ég sá herbergin þar. Það er s.s. ekki farið eftir fermetrafjölda herbergjanna þegar stjörnurnar eru gefnar heldur eftir ýmsu öðru sem nýtist manni lítið. Var alveg sátt með MIKLU stærra herbergið mitt og sundlaugina sem ég notaði aldrei, eftir partýið á 5 stjörnunum ;o)
Eini úlempen að herbergisnúmerið mitt var 390. Og ekkert með að hafa móttökuna í miðjunni hér, heldur mátti ég labba framhjá öllum hinum herbergjunum á leiðinni, taka 4 * 70° beygjur og vera komin nánast alla leið kringum lónið í miðjunni þegar ég loksins komst í mitt herbergi. Eins gott að gleyma engu inni á herbergi því það tók mig lengri tíma að komast í herbergið heldur en að labba í ráðstefnusalinn í þarnæsta húsi!!!

Fullt af skemmtilegu fólki og umræðum, margar svefnlausar nætur og skemmtilegar minningar.


Náði svo að hitta gamla bekkinn minn á Íslandi, sem var að verja BS-inn sinn og að sjálfsögð bíða þau svo bara eftir útskriftinni núna. Til hamingju með það öll sömul :o)
Hlakka til að sjá þau aftur þegar þau koma frá Thailandi 3 júní. Þá verður væntanlega eitthvað skrall, jafnvel í tívolí!!!

5 Comments:

Blogger Kristín Una said...

Til hamingju með slæðuna mín kæra. Þarf að fá titilinn á hreint svo ég geti nú farið að monnta mig af systur minni sem á slæðu:)

15 maí, 2007 04:33  
Blogger Fríður Finna said...

Member of European committee WAGGGS :o)

15 maí, 2007 15:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Ok!
Svo skammstafanirnar í andrésarblöðunum eru ekkert grín :)

16 maí, 2007 22:04  
Blogger Aldís Rún said...

Hehe, hvenær fær madur svo ad sja tig med slæduna (geri rad fyrir ad tu gangir nu med hana).

17 maí, 2007 16:35  
Blogger Fríður Finna said...

hehe, nei því miður er þetta að einhverju leyti rétt með skammstafanirnar í Andrés Önd ;o) Geng nú ekki með slæðuna dags daglega, en maður gæti kannski dregið hana fram svona til að viðra hana einhvern daginn ;o)

17 maí, 2007 17:49  

Skrifa ummæli

<< Home