fimmtudagur, apríl 12, 2007

Stress

Við Hanna Kristín fórum í stress próf í dag.
Þetta var nú eiginlega nánast óvart, alla vega algert grín, þegar við duttum ofan í kjallarabúlluna þar sem var boðið upp á ókeypis stresspróf. Að sjálfsögðu var þetta ekkert alveg ókeypis, en það er nú önnur saga...

En að stressprófinu. Við erum látnar halda um tvær málmdollur sem minna allra helst á niðursuðudós frá ORA, vantaði bara myndina af grænu baununum til að fullkomna þetta. Til að hægt væri að nema stress okkar voru þessar dósir tengdar við eitthvað sem leit út eins og skjár á rafmagnsmæli, og líktist á engan hátt í neinu ORA dósum. Þegar við erum búin að ná góðu haldi á þessum ósköpunum er farið að spyrja spurninga, og þar kenndi ýmissa grasa. Nám, vinna, vinir, ættingjar, ferðalög og svo framvegis og svo framvegis.

Niðurstaða prófsins: Það eina sem veldur mér stressi er hvað Stefán er alltaf seinn!
Og þar höfum við það. Sífelld seinkun Stefáns getur reynst mér hættuleg til lengdar með auknum líkum á yfirþrýstingi, blóðtöppum og JAFNVEL DAUÐA!!!!

Niðurstaða dagsins: Ef Stefán fer ekki að gera eitthvað í þessu tímaskyni sínu, eða tímaskynleysi, að þá endar hann með því að drepa mig!!!!

En takk annars fyrir frábæran dag, Hanna og Óttar, vonandi getum við endurtekið þetta fyrr en seinna ;o)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bwahaha, en fyndið!

Ojæja, gott að lausn allra þinna vandamála er að finna í niðursuðudós!

13 apríl, 2007 19:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk sömuleiðis fyrir frábæran dag. Verst að eiginmaðurinn hefur ekki alveg þolað alla skemmtunina. Hann varð veikur á föstudagskvöldið og er víst búin að liggja fyrir síðan :(

Spurning hvað stressmælikonurnar láta líða langan tíma þar til þær fara að herja á okkur heheheh

15 apríl, 2007 21:14  
Blogger Fríður Finna said...

Æ, leiðinlegt að heyra þetta með Óttar :o( Þetta hefur verið of mikið álag á honum blessuðum, að þvælast einn með tveimur konum í bænum ;o)

Ég sagðist samt ekkert geta lesið þetta fyrr en í fyrsta lagi í lok júní, og þá flýg ég bara heim á leið... ;o) vonandi undan armi þessara kvenna ;o)

16 apríl, 2007 22:30  

Skrifa ummæli

<< Home