IC fundur og hátíðarkvöldverður í Nóbelhöllinni :o)
Jæja, þá er ég komin til baka frá Stokkhólmi. Hafði aldrei komið til Stokkhólms áður en þetta er mjög falleg borg (það litla sem ég sá af henni) og var mjög gaman að koma þangað. Verð að fara þangað aftur í almennilega ferð einhvern tímann!!!
Fundurinn í gær var fínn. Alþjóðafulltrúar norðurlandanna og ég ræddum málefni Evrópuþingsins sem er í byrjun maí, og hvernig við kæmum helst okkar málefnum og okkar kandídötum í gegn þar. Um kvöldið vorum við svo þátttakendur í hátíðarkvöldverði Sænska skátabandalagsins vegna 100 ára afmælis skátahreyfingarinnar.
Það var voða fínt. Haldið í Statshuset, í "den blåe sal" sem er akkúrat salurinn þar sem nóbelsverðlaunaafhendingin fer fram og veislan á eftir!!! Salurinn mjög flottur og langflestir í gala klæðnaði. Þeas, nema ég, því ég vissi ekkert að ég væri að fara í eitthvað svona dæmi, bara með skátabúning og hvítan bol með mér... Tókst að redda þessu fyrir horn en héðan í frá verður ALLTAF fínn klæðnaður í mínum ferðatöskum, sama hvað (þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í svona) Sem er reyndar í samræmi við ráð hennar Ollu föðursystur minnar sem gaf mér það ráðið fyrir einum 10 árum. Best að fara að fylgja því núna!!!
En jæja, þetta var þarna hið fínasta borðhald, fólk á öllum aldri og svo dansað á eftir. Og allir í haldi!!!! Sérstaklega var samt gaman að sjá gömlu 70-80 ára kellingarnar með stafrænu myndavélarnar á fullu :o) Þetta er sko síung hreyfing sem fylgist með!
Ég er samt viss um að ekki margir geti ímyndað sér hvað var í matinn þarna, þið sem eruð með góð boð, endilega látið flakka í kommentunum :o)
Drattaðist svo á fætur tæplega 10 í morgun eftir frekar takmarkaðan svefn til að ná út á flugvöll í tíma. Verð að segja að Arlanda er ekki best skipulagði flugvöllur sem ég hef komið á, svo ekki sé meira sagt. Næ að lokum að finna hvert ég átti að fara, og þegar ég nálgast röðina þá er kallað "Fríður!". Var þá ekki Anna Ingileif frænka mætt þarna í röð líka :o)
Fylgdist með henni og ferðafélögum hennar inn í gegnum tékk inn og svo bara upp í vél til Köben. Við töskubandið er aftur kallað "Fríður", reyndar held ég samt "Fríður Finna" í það skiptið. Þar voru þá komnar samflokkskonur mömmu, Ásta Ragnheiður og Rannveig sem voru að koma úr framboðsferð til Osló og Stokkhólms, og með sömu vél og ég, til að toppa það :o)
Minni svo alla bara á að kjósa samfylkinguna! Vantar örfá prósent til að koma mömmu örugglega inn á þing, og atkvæði í öðrum kjördæmum geta nýst henni til að komast inn sem jöfnunarþingmaður!!!
www.samfylking.is
www.althingi.is/akg
Fundurinn í gær var fínn. Alþjóðafulltrúar norðurlandanna og ég ræddum málefni Evrópuþingsins sem er í byrjun maí, og hvernig við kæmum helst okkar málefnum og okkar kandídötum í gegn þar. Um kvöldið vorum við svo þátttakendur í hátíðarkvöldverði Sænska skátabandalagsins vegna 100 ára afmælis skátahreyfingarinnar.
Það var voða fínt. Haldið í Statshuset, í "den blåe sal" sem er akkúrat salurinn þar sem nóbelsverðlaunaafhendingin fer fram og veislan á eftir!!! Salurinn mjög flottur og langflestir í gala klæðnaði. Þeas, nema ég, því ég vissi ekkert að ég væri að fara í eitthvað svona dæmi, bara með skátabúning og hvítan bol með mér... Tókst að redda þessu fyrir horn en héðan í frá verður ALLTAF fínn klæðnaður í mínum ferðatöskum, sama hvað (þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í svona) Sem er reyndar í samræmi við ráð hennar Ollu föðursystur minnar sem gaf mér það ráðið fyrir einum 10 árum. Best að fara að fylgja því núna!!!
En jæja, þetta var þarna hið fínasta borðhald, fólk á öllum aldri og svo dansað á eftir. Og allir í haldi!!!! Sérstaklega var samt gaman að sjá gömlu 70-80 ára kellingarnar með stafrænu myndavélarnar á fullu :o) Þetta er sko síung hreyfing sem fylgist með!
Ég er samt viss um að ekki margir geti ímyndað sér hvað var í matinn þarna, þið sem eruð með góð boð, endilega látið flakka í kommentunum :o)
Drattaðist svo á fætur tæplega 10 í morgun eftir frekar takmarkaðan svefn til að ná út á flugvöll í tíma. Verð að segja að Arlanda er ekki best skipulagði flugvöllur sem ég hef komið á, svo ekki sé meira sagt. Næ að lokum að finna hvert ég átti að fara, og þegar ég nálgast röðina þá er kallað "Fríður!". Var þá ekki Anna Ingileif frænka mætt þarna í röð líka :o)
Fylgdist með henni og ferðafélögum hennar inn í gegnum tékk inn og svo bara upp í vél til Köben. Við töskubandið er aftur kallað "Fríður", reyndar held ég samt "Fríður Finna" í það skiptið. Þar voru þá komnar samflokkskonur mömmu, Ásta Ragnheiður og Rannveig sem voru að koma úr framboðsferð til Osló og Stokkhólms, og með sömu vél og ég, til að toppa það :o)
Minni svo alla bara á að kjósa samfylkinguna! Vantar örfá prósent til að koma mömmu örugglega inn á þing, og atkvæði í öðrum kjördæmum geta nýst henni til að komast inn sem jöfnunarþingmaður!!!
www.samfylking.is
www.althingi.is/akg
2 Comments:
Fékkstu nokkuð surströmming (eða hvurnig sem það á nú að skrifast)?. Hef ekki fleiri tillögur.
hehe, nei, sem betur fer líklega ;o)
Surströmming var það ekki!
Skrifa ummæli
<< Home