föstudagur, apríl 27, 2007

á morgun segir sá lati

En ég segi það bara af því ég er að fara heim á morgun :) :) :)
Og ég hlakka til.

Þangað til á ég bara eftir að pakka (hmm, kannski eitthvað til í þessu með sá lati... eða með íslenska alltásíðustustundu eðlið ;o),

Vandamálið er nú samt kannski fyrst og fremst að ákveða hvað ég ætla að hafa með mér.

Þar er ég nú samt búin með forvinnuna. Það felst í því að taka ALLT út úr fataskápnum (eða reyndar fataskápunum því við erum með skápinn hennar Borgnýjar í fóstri, og komumst ekki að skynsamlegri skiptingu en bara allir alls staðar...) og velja svo allt sem mig langar að hafa með, eða gæti mögulega verið gagnlegt. Þaðan hefst svo sorteringsferlið mikla, hvað er nauðsynlegt, hvað vil ég hafa, hvað er "eins" og notast við sömu tækifæri og þarf því að velja eitt eða tvennt af ... Nú koma hins vegar gallar þess að týna hvorki né henda hlutunum sínum fyrr en í rauðan dauðann...

Bara síðusta umferð eftir, hvað fer endanlega niður í tösku :o) Hvaða vetrarföt, hvaða sumarföt fyrir Slóveníu, (veit hvaða skátabúningur fer með svo það er ekki spurning), hvaða fín föt fyrir fermingarveisluna á sunnudaginn :o)

Skóli frá 10-17 á morgun, beint heim að ná í töskuna og svo bara út á flugvöll!!!!

Hlakka til að sjá ykkur öll!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð og góða skemmtun.

27 apríl, 2007 13:08  

Skrifa ummæli

<< Home