þriðjudagur, október 18, 2005

Hyggeligt og huggulegt!

Þetta er kvöldið til að "hygge" sig! Enginn skóli á morgun, reyndar þeim mun meira heimanám en það verður alla vega bara farið í íþróttabuxur og lesið við eldhúsborðið. Ekkert vesen að ákveða fyrirfram hvaða námsbókum maður þarf að pakka niður í tösku, hvað á að taka með að borða og svo framvegis og framvegis! Og til að toppa það þá hef ég íbúðina fyrir sjálfa mig þar sem parið er á ferðalagi í Þýskalandi þessa stundina og kemur ekki aftur fyrr en á fimmtudag. Og á föstudag fer ég svo til Belgíu og verð þar á fundi fram á sunnudag, gisti hjá Rennie vini mínum í eina nótt og kem "heim" á mánudag :o)

Það er samt búið að vera nóg að gerast, fékk uppáhalds mágkonuna mína í heimsókn á laugardaginn og það endaði nú með þvi að hún gisti hjá mér eina nótt. Í dag hitti ég svo Guðný Erlu sem er frá Króknum og er á 5 önn, og átti með henni góðar stundir á Laundromat - kaffiþvottahúsinu hans Frikka Weis á Elmegade ;o) Hann tók reyndar sjálfur á móti okkur og var svo bara móðgaður að við skyldum tala við hann dönsku en ekki íslensku. Sorry Frikki, það er bara svona með þetta utanaflandipakk, við bara horfum ekki svo mikið á skjá einn, jafnvel ekki þó við búum í Reykjavík (alla vega ekki ég, og greinilega hefur hún ekki gert það heldur ;o) Hann gaf sér nú samt tíma til að koma og spjalla við okkur þarna á meðan við (ég) borðuðum, alltaf jafn heimilislegt að vera Íslendingur í útlöndum!!!

Það er samt að verða ógissliga kalt hérna!!! Langar geðveikt í nýja íslenska ullarpeysu og sé svakalega eftir að hafa ekki prjónað eina í sumar. Ef einhver á flotta uppskrift má hann endilega senda mér (og kannski láta mig vita svo ég geti pantað garnið og annað að heiman ;o) Ég skora á ykkur Önnurnar, grunar fastlega að þið eigið þetta einhvers staðar! En jæja, ætla að gera aðra tilraun við ruv.is, var ekki að virka áðan en vonandi er þetta komið í lag núna!

P.S. Heillaði strákana í skemmtinefndinni upp úr skónum með tölvukunnáttu og -eign minni í dag. Fyrst með því að hafa nettengt tölvuna sjálf í skólanum, og svo með lausa harða disknum mínum ;o) Verð samt að segja að ég hef orðið fyrir hálfgerðu tölvumenningarsjokki hérna. Margir eiga reyndar alveg flottar tölvur en vita sko ekki baun hvernig á að nota þær!!!

P.S.S. Þið sem voruð að kvarta yfir commentakerfinu, er búin að breyta þessu svo nú getið þið commentað að vild :o)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Loksins getur maður tjáð sig hérna ;) já elskan mín það er sko minnsta málið að redda uppskriftum og get komið með garn með mér til þín í nóv ;-> (þú getur líka farið inn á www.alafoss.is)næ að vísu ekki að prjóna fyrir þig núna, er að hamast við að klára eina í afmælisgjöf og svo koma prófin :S gaman að heyra frá þér annars, hlakka geggjað til að koma!!!
Knús og kossar

23 október, 2005 12:59  

Skrifa ummæli

<< Home