mánudagur, október 24, 2005

Belgía

Var að lenda frá Belgíu, og gerði satt að segja betri túr en ég átti von á! Vorum í skátamiðstöðinni "De Brink" sem er rétt fyrir utan Herentals en skátabjórglösin mín eru akkúrat þaðan! Það var svo sem ekki mikið gert á föstudaginn enda var fólk að týnast þangað til miðnættis, en á laugardeginum og sunnudagsmorgun var hins vegar massív vinna í gangi.

Á laugardagskvöldið var svo farið í skoðunarferð um Handvörpuna eða Antwerpen öðru nafni, og svo út að borða. Sá í fyrsta skipti rúllustiga úr TRÉ!!! í þessari skoðunarferð. Aldrei séð svona áður, og efast eiginlega um að það sé til annar svona í heiminum! Meira að segja tröppurnar sjálfar eru gerðar úr tré, og á þetta fyrirbæri uppruna sinn árið 1953. Hann er sem sagt ári yngri en mamma og pabbi en ég vissi ekki að rúllustigar væru svona gömul uppfinning! (og þá á ég ekki við að mamma og pabbi séu svona gömul heldur að ég hélt að rúllustigar væru á aldur við mig ;o) Afrekaði það líka að panta mér krækling á þessum veitingastað, sem var reyndar mjög flottur. Kræklingur er s.s. þjóðarréttur Belga svo það var nú varla annað hægt, en hann var bara nokkuð góður! Fyndið samt hvað smekkur manns breytist því mér fannst kræklingur SVO ógeðslegur bara fyrir nokkur árum! Og hvað þá ólífur, sem ég borðaði svo með bestu lyst líka á þessu sama veitingahúsi!

Gisti svo hjá Rennie og Leen, konunni hans, síðustu nóttina og hitti líka Isu, sem var með Rennie og Dimi á Íslandi á sínum tíma. Hún er bara búin að gifta sig og barn á leiðinni! Ég hugga mig við að þau eru miklu eldri en ég þannig að ég þarf ekkert að spá í þessu strax ;o)

En jæja, held að ég sé búin með það merkilegasta frá Belgíu, nema að ég er líklega að fara til Kýpur í mars :D Það er kominn tími til að maður fái að fara til einhverra nýrra landa loksins! Búin að fara að meðaltali 5 ferðir á ári undanfarin ár, en ekki komið til nýs lands síðan 2003!

Ætla að lesa aftur yfir þetta kemidót fyrir labbann á eftir en þangað til næst; Kemi rúlar!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

"...enda var fólk að týnast þangað til miðnættis"!!!

Það er gott að þú týndist ekki alveg í Belgíu, elskan mín :)

24 október, 2005 19:49  

Skrifa ummæli

<< Home