fimmtudagur, október 13, 2005

Tækniguttinn kom... ...og fór án þess að ég fengi síma eða internet :o(

Náði tækniguttanum með miðanum á dyrabjöllunni. Var samt svo stressuð að ég var alltaf að vakna upp og svaf þar með nánast ekkert. Skil eiginlega ekki af hverju því þetta er nú ekki mikilvægasti hluturinn til að verða stressaður yfir!

En alla vega, hann var reyndar um fertugt, en hann var með hár en ekki ýstru. Og að auki, flottustu augu sem ég hef séð lengi ;o) Hann var mjög hjálplegur en varð samt voða skrítin á svipinn þegar ég sagði honum sólarsöguna, og gat sem sagt ekki gert mikið hérna því AUÐVITAÐ er símalínan mín tengt í 6-2!!! Skil reyndar ekki hvernig það er hægt, hélt að þar byggi K. Hartmann en hann eða hún er kannski bara ekkert með síma?

Hringdi aftur í Cybercity sem sögðu mér að ég hefði hringt þann 27. sept út af vitlausu heimilisfangi, s.s. allt mér að kenna?! Var nú ekki á að samþykkja það enda hringdi ég til að láta vita að vitlausa addressan væri ekkert vitlaus, og hef bréf frá þeim til að sanna að upphaflega addressan, sem ég gaf þeim upp, er rétt. En þetta endaði sem sagt með því að ég fæ nýjan tæknimann, á rétta addressu, og þarf ekki að borga 1000 krónurnar danskar sem það ætti að kosta. Þarf samt sem áður að bíða í ca mánuð í viðbót áður en þetta kemst allt í gagnið!

En ég hef alltaf hann Jóakim elskuna svo þetta er nú í lagi :o) Skál fyrir honum!

Að öðru samt. Komst að því að ég hafði tvíbókað mig um næstu helgi. Ásdís, kærastans hans Gunnars bróður, en nefnilega að lenda á laugardeginum og að sjálfsögðu tek ég á móti henni á flugvellinum. Hún ætlar líka að gerast burðardýr fyrir mig, alltaf gott að eiga góðar mágkonu! Hún er án efa uppáhaldsmágkonan mín, og það er ekki bara af því ég á bara einn bróður og hvorug systir mín hefur komið út úr skápnum! ;o)

En þetta þýðir samt að heimsókninni til Álaborgar er frestað um nokkuð óákveðinn tíma. Það eru samt ákveðin tímamörk, annað hvort um 2 eða 5 vikur ;o) Ég var samt farin að hlakka massa til að hitta þau en það verður þá bara enn betra þegar af verður.

Á von á íslensku 1. annar læknanemunum í mat í kvöld þannig að það er best að fara að gera eitthvað í þeim málum!

Þangað til næst!

4 Comments:

Blogger Kristín Una said...

well well, ta er einum blogg-afangastadnum meira i runtinum minum og er tad vel. List vel a tetta hja ter systir kær, serstaklega tar sem madur heyrir aldrei i ter og ekkert af ter! nu verdur bætt ur tvi:)
bid ad heilsa asdisi!:)

13 október, 2005 23:25  
Blogger Fríður Finna said...

segir hver kusa?!?! Hættu þessu væli og taktu bara upp símann sjálf!!! Verði þér maturinn að góðu Líney, og takk sömuleiðis fyrir frábært kvöld :)

Gunna, heyri betur í þér fljótlega ;o)

14 október, 2005 23:33  
Blogger Kristín Una said...

Eg var ekkert ad bidja tig ad taka upp simann. Eg skil vel ad vid erum badar fatækir namsmenn og tad er dyrt ad hringja a milli landa. Tess vegna er vel ad tu ert komin med blogg nøldrari;P

14 október, 2005 23:53  
Blogger Fríður Finna said...

æ, ég elska þig líka kæra litla (stóra) systir :o)

17 október, 2005 13:15  

Skrifa ummæli

<< Home