þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Dankort, Kolding, Álaborg og Sigyn systir.

Búin að opna bankareikning, loksins! Lenti reyndar ekki á sömu manneskjunni og daginn áður og nýja manneskjan ætlaði að láta mig bíða í 3 mánuði eftir að fá Dankort, en láta mig hafa hraðbankakort eins og 12 ára fólkið fær á Íslandi á meðan :o) Ég var svo sem ekki mikið að stresssa mig á því, örugglega ódýrara að taka út af korti í dk en á Íslandi. Var samt að gera checklistann minn áður en ég færi, s.s. spyrja hvort það væri ekki örugglega rétt skilið hjá mér að þetta væri svona og svona, og þá ákveður hún allt í einu að láta mig bara hafa dankortið strax. Gegn því að ég lofaði því að fara ekki í mínus! Það var ekki mikið mál, og ég fékk dankortið mitt í dag :o) Annars er ég að verða svo vön að vera alltaf með cash á mér að ég veit ekki hvort ég nota þetta eitthvað ;o)

En jæja, ég sótti stelpurnar, Ósk og Arndísi út á flugvöll og svo var ferðinni bara heitið beint til Kolding. Átti tvo góða daga/kvöld þar með tæknikvinnunum (Því miður vantaði Aldísi í þennan góða hóp, en úr því verður bætt!) en vaknaði svo við sms frá mömmu á laugardagsmorgun um að Sigyn systir kæmi á hádegi á morgun! (Sunnudag) Var nú búin að kaupa miða til Álaborgar þennan sama dag, og til baka á mánudaginn, þannig að þau plön fóru svoldið í uppnám! Skellti öllu ofan í tösku og dreif mig af stað og lenti hjá þeim Hönnu og Óttari á nokkrum tímum seinna. Þurfti samt að taka lest upp úr 6 næsta morgun svo dagurinn og nóttin voru vel nýtt til skrafs og samveru, náði 45 mínútum í svefn, og beið svo í kl.t. aukalega á lestarstöðinni því mín og minns ekki alveg að átta okkur á því að VETRARTÍMINN er byrjaður!!! hehe. Endaði svo á að bíða í tvo tíma á flugvellinum, því að sjálfsögðu var þetta ekki allt on time frekar en venjulega. Held að enginn flugvöllur í heiminum sé jafn lengi að koma farangri inn á bandið eins og Kastrup!!!

Er svo að setja mig í túristagírinn með Sigyn, og svo eru Anna og Jens að koma um næstu helgi þannig að maður verður kominn í góða þjálfun :o) Fékk líka góða sendingu með reyndar bæði Ósk og Sigyn. Stefán sá um að byrgja Ósk upp af nammi, og mamma sendi mér HP-flatkökur, lifrarpylsu og íslenskt lambalæri. Tek það fram að þetta var allt á listanum frá mér nema lambalærið, en það var vel þegið engu að síður :o)

Er farin að leggja á borðið, Sigyn er að elda :o)

Tók samt með nokkra þætti af OC til að horfa á í lestinni og nú skömmtum við Sigyn okkur þætti! Shit hvað þetta eru góðir þættir

9 Comments:

Blogger Kristín Una said...

Eðalsjónvarpsefni!
Nú er ár síðan við áttum góða daga í Kaupmannahöfn saman! Husa sér hvað tímanum líður. Það væri nú gaman að vera þarna með ykkur Sigyn og fullkomna þrenninguna en það bíður betri tíma. Við verðum að eiga e-ð eftir:)
Þið torgið nú ekki lambalæri tvær!
Saknaðarkveðjur úr Noregi:*

01 nóvember, 2005 22:01  
Anonymous Nafnlaus said...

Ánægður hvað þú ert að standa þig í blogginu ;)
Annars vil ég bara mæla með þáttum sem ég held ekki vatni yfir. Heita Prison Break og eru geggjaðir Mæli með því að þú náir í þá ef þú ert ekki byrjuð að horfa á þá nú þegar. Geggjaðir þættir sem ég mæli hiklaust með ;)
Kveðjur úr kuldanum, Jenni

01 nóvember, 2005 22:11  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir frábæra helgi sæta! :D

02 nóvember, 2005 14:20  
Anonymous Nafnlaus said...

Jenni, vinsamlegast ekki mæla með fleiri góðum sjónvarpsþáttum við dr. Finnu. Ég er orðinn taugaveiklaður af að þurfa alltaf að fylgjast með sjónvarpsdagskránni til að taka upp fyrir hana :-þ

Ósk fær (h)rós í hnappagatið fyrir innkaupin í Fríhöfninni. Ég lét hana hafa nokkrar krónur til að kaupa smá nammi handa Fríði og mér skilst að hún hafi keypt 10 kíló af nammi og annað eins af áfengi :-)

02 nóvember, 2005 19:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Neieieie ég trúi þessu ekki.... eru allir að fíla O.C??? Held ég verði að láta líta eitthvað á mig. Fríður, þú gerir kannski einhverjar læknisfræðitilraunir á mér næst þegar við hittumst ;)
Kv,
Fanney

03 nóvember, 2005 23:17  
Anonymous Nafnlaus said...

Sorry Stefán, tek þetta á mig :)

04 nóvember, 2005 21:34  
Blogger Kristín Una said...

Bíddu, er maður ekki nógu merkilegur lengur til að hljóta link???
Hvað gerði ég til að verðskulda þessa meðferð?

06 nóvember, 2005 01:32  
Blogger Fríður Finna said...

hehe, er að fara að senda mömmu linkinn á mitt og datt í hug að þú vildir kannski ekki að linkurinn þinn væri þarna ;o)

07 nóvember, 2005 01:05  
Blogger Fríður Finna said...

En gaman samt að sjá líflegar umræður hérna ;)

Takk sömuleiðis fyrir góða helgi Ósk, leiðinlegt samt að missa af aðal partýinu! Það var samt ansi gott í Álaborg :o)

Fanney mín, þegar ég kem heim þá tökum við bara smá maraþon og ég kenni þér að meta lystisemdir OC!

07 nóvember, 2005 21:55  

Skrifa ummæli

<< Home