fimmtudagur, október 20, 2005

Café Europa og prentkvótar

Var að koma heim frá því að borða með Ásdísi mágkonu og mömmu hennar. Borðuðum á Café Europa á strikinu og ég fékk þetta dýrindis laxasalat. Ekki slæmt :o) Gaman að hitta þær tvær!

Er annars að fara til Belgíu á morgun. Flug kl. 17:35, mæting kl. 19:00 í Herentals. Verð á skátafundi alla helgina, og skátabúningurinn heima :o/ Er bara með bandalagsflísina og ekki einu sinni klút! Hugsa að það verði púað á mig þarna hehe

Fyrir utan þetta er bara ekkert skemmtilegt að gerast. Fór á bókasafnið sem er við hliðina á Panum (Panum er læknadeildin) og prentaði út ókeypis. Svoldið kjánalegt að ég þarf að borga fyrir hvert blað sem ég prenta á Panum, þrátt fyrir að vera nemandi við deildina, en svo get ég labbað yfir götuna á eitthvað "almenningsbókasafn" (er reyndar tengt háskólanum en það getur hver sem er farið þangað) þar sem ég þarf ekki einu sinni að skrá mig inn, og prentað heilu bækurnar án þess að nokkur segi neitt! Og allt er þetta hluti af sömu stofnuninni! En þar sem þetta var næst-merkilegasti hluturinn sem gerðist í dag þá sjáið þið hversu viðburðarríkt þetta er hérna ;o) Alltaf bara efnafræði, efnafræði og meiri efnafræði. Það mætti halda að ég væri að taka gráðu í efnafræði en ekki læknisfræði!

En alla vega, farin að pakka, og svo kannski að horfa á einn þátt af Joey áður en ég fer að sofa :o)

2 Comments:

Blogger Kristín Una said...

Er eitthvað varið í þennan joey þátt?
Ég segji bara góða ferð til Belgíu. Þú verður þér náttúrulega til háborinnar skammar, búningslaus og allslaus. En það verður að hafa það, þú reynir að gera gott úr þessu:)

20 október, 2005 22:22  
Anonymous Nafnlaus said...

Til skammar já!

;P

23 október, 2005 23:51  

Skrifa ummæli

<< Home