Efnafræðibasl - Ljóska eða ekki ljóska?
Ég er með tvö "hefti", nokkuð þykk bæði tvö, með dæmum í efnafræði. Neðst á hverri blaðsíðu stendur svo hvaða kafla í hvaða bók (erum með 4 efnafræðibækur!!!) maður á að lesa til að geta leyst þessi dæmi. Skipulagið hjá mér virkar svo nokkurn veginn þannig að ég les kaflana og glósa aðalatriðin upp úr þeim í mitt eigið hefti (sem ég get þá lesið yfir fyrir próf á talsvert styttri tíma og mikið hnitmiðaðar en í bókinni, voða skipulag ;o). Þegar ég er svo búin með þessa yfirferð fer ég og reikna dæmin sjálf. Yfirleitt gengur það ágætlega en það hafa þó verið ákveðin dæmi sem ég bara veit ekki hvernig í ósköpunum á að vera hægt að leysa! Til að geta klárað blessuð dæmin hef ég svindlað pínu og notast við hina handhægu bók; "Kemiske Data og Oversigter" þar sem maður getur fundið alls kyns töflur og lista, og fundið svörin þar í einhverjum þeirra. Það hefur samt valdið mér svolitlum heilabrotum hvernig í ósköpunum þetta á að vera hægt, því þrátt fyrir að hafa lært kaflana nokkuð vel, og LEITAÐ vel og vandlega í þeim að aðferðunum til að leysa þetta, þá hefur það bara ekki gengið!
Fann samt svarið við því áðan hvernig við eigum að leysa öll þessi dæmi sem ég hef svindlað á. Hefði kannski átt að lesa aðeins lengra og nákvæmara á hverri blaðsíðu, því þar eru nefnilega taldar upp þær töflur og listar í Kemiske Data og Oversigter sem við eigum að styðjast við, við lausn dæmanna!
Veit ekki alveg hvort ég á að bölva minni eigin heimsku og öllum þeim tíma og sálarkvölum sem þetta hefur kostað mig, eða vera ánægð með hvað ég er nú sniðug að nýta mér öll tiltæk hjálpartól?
Smá spurning til ykkar samt í lokin:
Á ég að skipta yfir á blog.central?
Já eða nei?
Fann samt svarið við því áðan hvernig við eigum að leysa öll þessi dæmi sem ég hef svindlað á. Hefði kannski átt að lesa aðeins lengra og nákvæmara á hverri blaðsíðu, því þar eru nefnilega taldar upp þær töflur og listar í Kemiske Data og Oversigter sem við eigum að styðjast við, við lausn dæmanna!
Veit ekki alveg hvort ég á að bölva minni eigin heimsku og öllum þeim tíma og sálarkvölum sem þetta hefur kostað mig, eða vera ánægð með hvað ég er nú sniðug að nýta mér öll tiltæk hjálpartól?
Smá spurning til ykkar samt í lokin:
Á ég að skipta yfir á blog.central?
Já eða nei?
3 Comments:
hehe
takk Anna. Það er hægt að setja allt það sama inn á bloggin sýnist mér af túrnum sem ég fór áður en ég skráði þetta, en það er bara svo mikið vesen hérna á blogspot!
Kannski ástæðan fyrir því að ekkert gerist!!! :P
Tjah... ég stakk nú upp á blog.central.is frá upphafi, ef ég man rétt. Veljum íslenskt. :)
Kv, Stefán J.
hehe, já já ég veit Stefán minn :)
Skrifa ummæli
<< Home