miðvikudagur, október 26, 2005

Helgin framundan!

Fór í banka í dag og ætlaði að opna bankareikning. Með "Gula kortið" mitt í höndunum, alveg búin að afla mér upplýsinga um hvað ég þyrfti að geta opnað reikning, og 7000 dkk í reiðufé til að geta borgað húsaleiguna í leiðinni. Reyndar 8000 því ég geri ráð fyrir að maður þurfi að leggja eitthvað inn á nýja reikninga til þess að fá að stofna þá ;o)

Komst svo að því að maður þarf að hafa PASSANN sinn með sér til að geta opnað bankareikning! Virkar frekar einkennilega á mig því þetta blessaða gula kort er s.s. sjúkrasamlagskort eitthvert, gefið út af yfirvöldum um leið og þú færð kennitöluna þína, og þar með ert skráður inn í kerfið og með opinber gögn um það. En það var s.s. ekki nóg að vera bara með 5 kort, öll með nafni og mynd, nei, það verður sko að vera vegabréfið! Held reyndar að það sleppi líka með ökuskírteinið en þar sem ég hef ekki mikið verið á rúntinum hérna þá hefur það bara fengið að liggja heima. Ætla samt að gera aðra tilraun á morgun, hlýtur að takast þá!

Er annars að leggja upp í 4 daga reisu á morgun, hvorki meira né minna! Byrja á að hitta þær Ósk og Arndísi upp úr hádegi einhvers staðar hér í Köben, kaupa lestarmiða til Kolding og svo bara hoppa upp í lest og bruna af stað! Á laugardaginn held ég svo áfram til Álaborgar í heimsóknina sem átti að vera fyrir tveimur vikum en var frestað vegna tvíbókunnar ;o). Þar ætla ég að vera fram á mánudag, og samkvæmt nýjustu fréttum þá held ég að litla systir mín sé að koma í heimsókn þann daginn :o) Heyri væntanlega betur í þeim mæðgum á eftir um nánari tilhögun á þessu öllu saman! Hlakka samt massa til að fá hana í heimsókn, langt síðan maður hefur séð hana og heyrt!

En það er nóg í bili! Ætla að fara að pakka og skipuleggja hvaða skóladót ég þarf að taka með, ekki veitir af :o/

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já ég hlakka líka nokkuð mikið, mikið til að koma, ef þetta gengur allt saman upp:)

27 október, 2005 00:07  
Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka til að hitta þig á laugardaginn, færð að vera fyrst til að vigja nýja gestaherbergið.
Knús, Hanna, Óttar og Kristófer

27 október, 2005 17:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ:) Ég fann líka þína síðu;) hehe..Á eftir að kíkja reglulega núna og fylgjast með hvernig lífið gengur hinu megin við brúna:) Gangi þér vel í kemiunni;)

27 október, 2005 21:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Klúður að þú skildir aftur verða tvíbókuð en við náðum allavega smá tíma saman.
Annað klúður er að hafa ekki fattað að klukkunni var seinkað í nótt þannig að ég sendi þig í lestina klukkutíma fyrr en hefði þurft. Það mætti halda að við hefðum ekki getað beðið eftir því að losna við þig:)
En þú ert æfinlega velkomin aftur og til lengri dvalar.
Kveðja Óttar, Hanna og Kristófer

30 október, 2005 18:18  

Skrifa ummæli

<< Home