miðvikudagur, október 19, 2005

Skype og webcam

Tæklaði tæknina í gær og setti upp webcam :o)

Er líka með skype-nafnið fridurfinna, þannig að endilega að adda mér og taka upp tólið...
... eða þá headsettið :o)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hmmm.... hafi einhverjum dottið í hug að smella á þennan tengil (e. link), þá vara ég eindregið við því. Í besta falli er þetta tímasóun, í versta falli er þetta vírus eða tilraun til að hafa af manni greiðslukortaupplýsingar.
Þegar ég verð orðinn einræðisherra í heiminum, þá verður tekin upp dauðarefsing við öllu svona djö... drasli á Netinu.
En til hamingju með Skype-ið og vefmyndavélina dr. Finna. Vonandi kemstu fljótlega í netsamband án þess að níðast á nágrannanum :)

19 október, 2005 15:41  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Fríður Finna,

Frábær síða hjá þér - gaman að geta fylgst aðeins með þér í útlandinu. Ég er í fráhvarfi eftir alla landsmótsfundina síðustu árin, svei mér þá ef ég sakna bara ekki erilsins. :)

Ég hefði getað sagt þér þetta með Danina og tölvukunnáttuna. Þeir féllu hreinlega í stafi yfir því að ég kynni að feit- og skáletra í Word þegar ég var þarna um árið, hvað þá þegar ég sýndi meiri kunnáttu. Við lumum á ýmsu ljóskurnar. ;)

Ég vona annars að þetta fari allt að komast í rétt horf hjá þér (síma- og netmál o.s.frv.). Og vonandi tekst mér að kíkja á þig næst þegar ég kem til Köben....

Knús og koss,
Hulda

19 október, 2005 17:03  

Skrifa ummæli

<< Home