mánudagur, október 10, 2005

Ég þoli ekki...

...þegar fólk fær hlutina mína lánaða og fer svo illa með þá, og skilar þeim í þannig ástandi að ég verð að fara að gera við þá!!! Það á sem sagt við um hjólið mitt núna. Var nú ekki svo beisið fyrir, kostaði 350 krónur og var nokkurn veginn í samræmi við verð. Var samt alveg fullkomlega nothæft en þegar ég ætlaði að fara að nota það í morgun, eftir að hafa lánað það, þá var keðjan dottin af (algengt vandamál en auðvelt að laga, ef ég get það, þá geta það allir!!!) og keðjuhlífin komin eitthvert út í rassgat. Aðallega samt ofan á keðjuna þannig að nú surgar alltaf í keðjunni í hverju fótstigi/hring! Og ég er pirruð.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Arg! Greinilega fleiri heldur en ég sem þurfa að eiga við fólk sem hefur skátalögin ekki alveg að leiðarljósi.
Knús frá Álaborg

10 október, 2005 21:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Knús... og ekki láta þetta eyðileggja daginn fyrir þér ;)
Kv,
Fanney

11 október, 2005 14:06  

Skrifa ummæli

<< Home