Efnafræðitilraunir
Er alveg að fara í efnafræðitilraunatíma númer 2 á ævinni. Þetta er eini áfanginn á önninni sem ég hef aldrei tekið að einhverju eða öllu leyti áður, en verður bara að viðurkennast að er svoldið skemmtilegur! Eini gallinn við þennan áfanga er að eftir hvern tíma verðum við að skrifa skýrslu um þetta allt saman og skila. Og það sem verra er, er að við megum ekki nota "almennt orðalag" eða segja "ég setti 2,5 mL af 0,1 M Natriumklóríði ..." heldur verðum við að nota svona fræðimannaorðalag blebleble. Gæti kannski klórað mig fram úr því á íslensku, ekki alveg að meika það á dönsku! Nógu erfitt að koma því til skila sem þarf að komast til skila samt!
Var samt svo heppin að íslensk stelpa frá Króknum sem er á 5 önn lánaði mér gömlu skýrslurnar sínar þannig að þetta reddast allt saman :) Það er nefnilega alveg ágætt að vera Íslendingur í útlöndum stundum!
Var samt svo heppin að íslensk stelpa frá Króknum sem er á 5 önn lánaði mér gömlu skýrslurnar sínar þannig að þetta reddast allt saman :) Það er nefnilega alveg ágætt að vera Íslendingur í útlöndum stundum!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home