mánudagur, nóvember 26, 2007

Fór í tilraun í dag. Nýrnatilraun nánar tiltekið.

Drakk í henni tæpan líter af vatni, og tók antidiuretic lyf. Mátti svo rúmmálsmæla allt það vatn sem af mér draup í dag, það var annar sem fékk að sjá um allar hinar mælingarnar.
Skemmst frá því að segja að ég held ennþá öllum þeim vökva sem ég hef drukkið síðan í morgun...

Fór annars á tónleika á fimmtudaginn, með Helga Hrafni, bróður Stefáns, og hinni dönsku Söru Grabow. Þetta voru góðir tónleikar.

Fór líka á tónleika föstudaginn þar á undan með Bubba. Það var ágætt, en við Bubbi erum ekki sammála um lagavalið. En það er víst hann sem ræður, ég fæ bara að borga.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl frænka!
Það heyrist alltaf sjaldnar og sjaldnar í þér. Ertu komin með leið á blogginu eða eru prófin bara að nálgast?

Kv.
Edda frænks

29 nóvember, 2007 14:39  

Skrifa ummæli

<< Home