miðvikudagur, október 10, 2007

90 ára afmælið!

jæja, þá er helgin sem beðið var eftir síðan í fyrravetur liðin, og gott betur en það!

Mamma, Bidda móðursystir (bara fyrir þig KUSa :o)og afmælisbarnið (Afi, fyrir þá sem ekki vita) mættu á fimmtudeginum í grenjandi rigningu og voru skjólinu fegin þegar þau voru loksins komin í gegnum ferlið sem þarf til að komast inn til okkar...

Fegnust voru þau nottlega samt að sjá loksins MIG, og kannski pínu Stefán líka :o)

Föstudagurinn var svo tekinn snemma, sérstaklega fyrir mömmu sem fór á fætur kl. 7 að sínum tíma til að mæta í klippingu. Restin týndist svo smátt og smátt á fætur, og þegar ég kom heim úr skólanum kl. 2, að þá voru öll hin komin - pabbi, Sölvi, systur mínar og frændur. Var eiginlega alger heppni að ég náði að sjá systurnar og frændurna, því þeim lá svo á að komast í búðir að þau gátu ekki beðið eftir mér (held að það hafi samt aðallega verið systrunum sem lá svona á, ekki viss um að frændurnir hafi verið alveg jafn stressaðir... ;o) Við mættumst samt í götunni, þau á leið í búðir, ég á leið heim.


Það vantaði s.s. bara Gunnar og Ásdísi, en þar sem þau eru svo nýflutt út, og skólinn byrjaður á fullu, þá gekk það ekki upp að þau gætu komið líka. Svoldið langt að fara í yfir 40 tíma ferðalag fyrir eina helgi, því miður. En internetið bjargaði því nú samt að við gátum heyrt í þeim þrátt fyrir að höf og heimsálfur skilji að ;o)

Það er samt greinilegt að afi hefur hegðað sér vel síðasta árið, og jafnvel síðasta áratuginn, því góða veðrið ákvað að koma til baka, og það var bara þvílík blíða og sól alla helgina. Þannig að við tókum helgina eiginlega bara í rólegheitunum með smá bæjar- og búðarrölti, þar sem farið var á alla helstu Íslendingastaðina. Þám Hvidts vinstue og Skinderbuksen, svona til heiðurs gömlu fyllibyttunum okkar... (Þá meina ég sko Jónasi Hallgrímssyni og kó)
Samt alger heppni að þetta er fyrsta helgin í mánuði, svo hinar verslunarglöðu systur mínar fengu líka sunnudaginn til að athafna sig, en það er nú sjaldgæfur lúxus hérna í baunaveldi!

Á laugardagskvöldið, sem er afmælið hans afa, fórum við svo öll út að borða á veitingastað rétt hjá þinghúsinu. VIð vorum öll mjög ánægð með matinn okkar, nema kannski afi sem er búinn að læra það af biturri reynslu að hann og kjöt á veitingastöðum nú til dags fara ekki saman. Það þykir víst ekki fín matreiðsla að sjóða eða steikja neitt í marga tíma lengur... ;o)
En sem betur fer voru nú bæði forréttirnir og eftirréttirnir honum að skapi og vel útilátnir, svo þetta slapp allt saman til...
Okkur fannst samt frekar merkilegur munurinn á skammtastærðinni. Ef maður pantaði sér kjöt fékk maður þennan venjulega nískubita, en ef maður pantaði sér fisk, fékk maður sko heilan fisk! Nánast með hausi og sporð líka! Ég er ekki að segja að ég hefði vilja fá heilt naut á diskinn minn, en má nú á milli vera! En þetta var rosalega gaman, og allir ánægðir með kvöldið. Á staðnum afhentum við svo afa síðustu gjöfina sína, sem var myndaalbúm með fyrir hundrað myndum af öllum afkomendunum. Held svei mér þá að það hafi verið sú gjöf sem vakti mesta lukku :o)




Á leiðinni heim skelltum við afi okkur svo í hjólavagn. Ágætis tilbreyting við leigubílana og örugglega ný upplifun fyrir afa, þrátt fyrir árin 90! (Og reyndar mig líka, þrátt fyrir að ná ekki einu sinni 1/3 af hans árafjölda ;o)

Sunnudagurinn var svo tekinn í rólegheitum að mestu, karlmennirnir í fjölskyldunni skelltu sér allir í experimentarium en kvenfólkið fór niður í miðbæ. Ekkert meira um það...

Á sunnudagskvöld áttu svo allir flug heim, nema mamma og afi sem fóru daginn eftir.
Þetta var alveg æðisleg helgi, og gaman að fá alla í heimsókn. Ágætt að fólkið viti hvernig maður býr alla vega!!! :o) Það er reyndar svoldið þröngt að hafa 12 manns í mat, og kannski eins gott að Gunnar og Ásdís komust ekki því við eigum bara 12 diska... ;o) En þröngt mega sáttir sitja, og held að allir hafi verið nokkuð mettir líka!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, þetta var svo sannarlega vel heppnuð heimsókn. Afmælis"barnið" alsælt og við hin auðvitað líka. Það er frábært að sjá ykkur saman í hjólakerrunni :-)
Kærar þakkir fyrir þetta allt. Og vertu nú dugleg að lesa til að bæta upp töfina af okkur :-)
Þin M

10 október, 2007 23:18  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl og blessuð Fríður Finna.
Við Sigga sitjum hér saman heima í Grænumörkinni að vafra um á veraldarvefnum.
Hafið það gott.
Kveðja,
Jóhanna Ýr og Sigga.

15 október, 2007 15:03  

Skrifa ummæli

<< Home