vinátta
undanfarna daga hef ég verið að velta svoldið fyrir mér gildum vináttu.
Hvað er það mikilvægasta í góðri vináttu?
Fyrir mér er það gagnkvæmt traust, að geta sagt við hvorn/hverja aðra það sem manni finnst, og rökrætt hlutina, og geta treyst því að viðkomandi geri það sama. Að það sé á hreinu hvað felst í hlutunum, að maður viti að viðkomandi segir manni satt og að maður viti á hverju maður á von.
Hvað með ykkur?
Hvað er það mikilvægasta í góðri vináttu?
Fyrir mér er það gagnkvæmt traust, að geta sagt við hvorn/hverja aðra það sem manni finnst, og rökrætt hlutina, og geta treyst því að viðkomandi geri það sama. Að það sé á hreinu hvað felst í hlutunum, að maður viti að viðkomandi segir manni satt og að maður viti á hverju maður á von.
Hvað með ykkur?
3 Comments:
Sammála þessu, traust og gagnkvæm virðing eru afar mikilvægt, en vildi bæta smá við. Mér finnst líka skipta máli að manni líði vel í kringum vini sína, geti verið maður sjálfur. Og það að umgangast vini verði til þess að manni líður betur en áður en maður hitti þá, verði t.d. glaðari fyrir vikið.
Æ, veit ekki alveg hvernig ég á að koma þessu frá mér, vona að þetta sé skiljanlegt.
Ég veit satt að segja ekki alveg hvernig hægt er aðaðgerðabinda þetta hugtak almennilega :) Er sammála þér að traust og gagnkvæm virðing eru mikilvæg.
Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá eru bestu vinirnir þeir sem ég tala kannski ekki við í margar vikur eða mánuði en þegar við hittumst er eins og ekkert hafi í skorist. Ég hef líka komist að því að tal er ofmetið. Mér finnst oft gott að sitja með vinum mínum í mínum eigin hugsunum og þögn, það er nærvera vinarins sem skiptir máli. Það sem ég á við er að þögnin verður ekki vandræðaleg, heldur þægileg.
Meikaði þetta EITTVERT sense!??
Hey! Mitt var númer 1201. Svala var numer 1200. Ýkt kúl sko. Fannst þér ekki fín myndin af mér á mbl?
kossar og knús frá klakanum.
kusa
Skrifa ummæli
<< Home