sunnudagur, október 21, 2007

Jæja, þá er Noregsferðinni lokið, og komin 6 vikna pása frá ferðalögum! Ansi er það nú ljúft :o)

Annars er það svoldið fróðlegt að fara í gegnum veskið mitt núna, endalausar kvittanir, tómir tyggjópakkar og afrifur af boarding pössum. Er s.s. svoldið langt síðan ég gerði þetta síðast... ;o) Fann líka nafnspjald frá veitingastað í Brussel sem ég fór á, ekki síðast heldur þarsíðast. Var ansi góður, ítalskur staður með afrískum innréttingum, eins mikið sens og það nú meikar! En ég get alla vega látið ykkur hafa heimilisfangið ef þið eigið leið um Brussel á næstunni ;o)

En Noregur var fínn. Var á hálfgerðu skátaþingi þeirra norsara, nema að það voru bara skátar frá districtunum, eða héraðssamböndunum þeirra þarna. Og hvert og eitt þessara héraðssambanda eru eiginlega á stærð við bandalagið okkar heima, svo ég fór allt í einu að skilja þörfina fyrir alla þessa skiptingu...
Verð að viðurkenna að mig langaði eiginlega bara heim á skátaþing þegar ég var þarna, enda minnti þetta um margt á íslensku skátaþingin. Nema að hlutverk guðs almáttugs var "aðeins" stærra þarna en nokkurn tímann á íslensku skátaþingi! Og ég þekkti aðeins færri en heima ;o)

Hitti svo í fyrsta skipti strák sem er með lengri neglur en ég! Og þar sem ég er búin að vera í 2-3 vikna fríi frá vinnu eru þær orðnar ansi langar á mér. Ímyndið ykkur hvernig þær eru á honum!

Farin að horfa á friends. Og njóta þess að vera heima :o)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu bíddu er ekki minna en 6 vikur þar til þið ætlið að kíkja í heimsókn!!! eða hefur það nokkuð breyst :O

Telst það kannski ekki ferðalag nema maður fari til annars lands?

Knús

22 október, 2007 21:07  
Blogger Fríður Finna said...

ÉG var ekki búin að gleyma Álaborgarferðinni sko!

Það telst bara ekki ferðalag lengur nema maður þurfi að taka upp passann ;o)

23 október, 2007 23:21  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ! Eg by rett fyrir utan Oslo...i bæ sem nefnist Ås. Nanar tiltekid 35 km fyrir sunnan høfudborgina. Hittumst bara næst... ;o)

24 október, 2007 08:18  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, stóðst ekki að kíkja eftir að ég sá að þú varst með link af fésbókinni :) Svakalega ertu mikill heimsborgari!

25 október, 2007 01:08  

Skrifa ummæli

<< Home