miðvikudagur, nóvember 15, 2006

fyrsta krufningin!

Jæja, þá er ég búin í fyrsta krufningartímanum mínum.

Hélt að þetta yrði erfiðara, svona andlega, heldur en það var. Mér hefur aldrei þótt neitt mál að skoða líkamshlutana sem búið er að ganga þannig frá að aðeins vöðvar, taugar og æðar eru sjáanleg, en að skera í húð fannst mér verra, af einhverjum ástæðum (Til dæmis fyrstu handtökin í hverri aðgerð í Greys etc ;o)

Þannig að ég hélt eiginlega að þetta yrði svoldið erfitt til að byrja með, sérstaklega kannski af því að þarna erum við að vinna með heila líkama, en ekki bara eitt stykki fót eða hendi.

En svo var þetta bara gaman og áhugavert, og gagnvart manneskjunni á borðinu, þá fann ég eiginlega bara fyrir virðingu, og þakklæti í hennar garð, því það er ansi mikil fórn að gefa líkama sinn í svona lagað, alla vega í mínum augum. (samt finnst mér alveg sjálfsagt að gefa líffærin mín, og er með það skjalfest í veskinu mínu, en veit ekki hvaðan þetta kemur með hylkið ;o)

Í næsta tíma, á föstudaginn, á ég svo að leggja fram um innihald regio cupitis anterior, fossa cupitis og regio carpalis anterior. Þar sem þetta segir fæstum neitt, að þá eru þetta ca framhluti olnbogasvæðis og úlnliðssvæðis :o)

Á bara eina ferð eftir í bili, kom frá Belgíu á sun, og fer aftur þangað á föstudaginn. Strax eftir krufningu og hef líklega ekki tíma til að fara í sturtu áður en ég fer út á flugvöll... Verð mjög ánægð þegar þetta er loksins búið, er orðin ansi þreytt á þessu flakki, og ansi hætt við að þetta komi niður á einhverju öðru í staðinn...

Þannig að, nú er planið að vera uppi í skóla frá 8-18 alla virka daga, og sjá svo til með kvöldin. Vonum að það dugi ;o)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hó

Gott að þetta gekk vel. Vildi samt þakka kærlega fyrir að lýsa þessu ekki í meiri smáatriðum, hefði ekki alveg höndlað það. Er alveg sammála með fyrsta skurðinn á húð en mér finnst hitt alveg jafn ógeðslegt líka.

15 nóvember, 2006 13:41  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl og blessuð, fann síðuna þína inn á síðunni hjá Andreu !
tek að ofan fyrir þér að geta kruflað í mannslíkamanum :) en ég verð dyggur lesandi héðan í frá, gaman að geta fylgst með!
bestu kveðjur héðan af bæ
Anna Barbara og co.

15 nóvember, 2006 14:17  
Blogger Jón Grétar said...

Máttu ekki taka myndir þarna inni? Bara djóka sko. Það verður örugglega sérdeilis ánægjulegt að sitja við hliðina á þér á leiðinni til Belgíu, ilmandi nályktin alveg hreint að drepa fólk :-p

15 nóvember, 2006 14:17  
Blogger Fríður Finna said...

Anna mín, það var næstum því bara þín vegna sem það voru engar lýsingar ;o)

Sæl Anna Barbara :o)
Gaman að sjá þig hérna! Kíki líka reglulega á ykkur fjölskylduna á barnalandi, gaman að geta fylgst svona með :o)

Nei Jón Grétar, því miður get ég ekki reddað myndum úr þessu fyrir þig. Það hanga skilti upp um allt, plús að það var VEL tekið fram í fyrsta tíma að myndatökur myndu leiða af sér MIKIL vandræði fyrir viðkomandi myndatökumann...

19 nóvember, 2006 16:58  

Skrifa ummæli

<< Home