föstudagur, nóvember 17, 2006

... að ferðast

Einu sinni var það skemmtilegasta sem ég gerði að ferðast með flugvél. Meira að segja í fyrra, fannst mér ennþá skemmtilegt að fljúga, þrátt við óteljandi ferðir, fram og til baka til Íslands, Englands, Írlands, Noregs og Belgíu.

Nú verð ég samt að viðurkenna að það er farið að draga þó nokkuð úr spenningnum yfir þessu. Kannski helst vegna alls tímans sem fer í að bíða.

Bíða í biðröð eftir tékk inn
Bíða í biðröð í öryggiseftirliti
Bíða eftir að það verði kallað út í vél
Bíða í biðröð eftir að komast inn í vélina
Bíða í biðröð eftir að komast út úr vélinni
Bíða eftir farangrinum
...

Í morgun var ég svo sniðug að grípa með mér hálfan liter af jógúrt, og eplasafa í fernu til að hafa með í flugið. Kveikti svo á því rétt áður en ég kom á Kastrup að fljótandi vörur eru ekki lengur vel séðar...

Hellti í mig vökvanum, og setti svo alla pennana sem ég er með í glæran plastpoka. Ég veit eiginlega ekki hvað þeir halda að þeir sjái þó ég setji pennana í plastpoka, því ef ég væri á annað borð að smygla eiturefnum í pennum þá tæku þeir hvort sem er ekkert eftir því, jafnvel þó þeir séu í glærum plastpoka!!!!

Um síðustu helgi gleymdi ég líka að setja naglalakk sem ég vissi ekki að var í tölvutöskunni í svona glæran plastpoka. Nóg af eiturefnum í því, og eflaust hægt að koma meiru sprengiefni í naglalakksglas en penna ;o)


Nú er hins vegar kominn tími á næst síðustu flugferðina, þangað til ég kem heim um jólin, það er jafnvel ástæða til þess að njóta hennar!!!

Góða helgi gott fólk, og njótið þess að vera heima hjá ykkur!


P.s.

Sú ákvörðun var tekin í gær að þann 16 desember verður farið á tónleika með TEIT hinum færeyska með Hildi Sólveigu hinni íslensku. Þeas, fara með henni, og hann að spila :o) Hef ekki heyrt eitt lag með honum, en efast ekki um að það verður gaman, þó ekki væri nema vegna félagsskaparins!!!

1 Comments:

Blogger Jón Grétar said...

Sammála þér með þessa blessuðu flugvelli. Best að reyna að pakka sem minnstu og vera bara með það allra nauðsynlegasta í handfarangri (eitthvað að lesa, símann og tölvuna).

Og Teitur er fínn, átti disk með honum og hann er ágætis skemmtun. Rólegur og góður að nota í rólegheitum. Var það allavega þá, kannski er hann orðinn að ofurpönkara núna, who knows...

18 nóvember, 2006 15:49  

Skrifa ummæli

<< Home