laugardagur, apríl 01, 2006

tæknimál

eins og sum ykkar vita hafa tæknimálin ekki alveg verið á minni hlið undanfarið. Byrjaði með þessu einkennilega straumleysi í tölvunni á sunnudaginn sem komst í lag á mánudag, en svo á miðvikudag datt fyrst út allt net, og svo hljóðkortið í tölvunni! Þráðlausa netið kom reyndar inn þann sama dag en datt út aftur á fim. en LAN-ið var ekki alveg jafn gjarnt á að koma til baka og hefur ekki virkað síðan!!! Jón Ingvar sem var í heimsókn gat hins vegar alveg notað LAN-snúruna svo ekki var það málið!!! Síminn er svo búinn að vera á tali síðan líka, og þar af leiðandi ónothæfur :o/

Á fimmtudaginn tókst bekkjarbróður mínum sem er tölvugúru og á sitt eigið tölvufyrirtæki, að tengja hljóðkortið með því að installa upp á nýtt driver sem var samt fyrir í tölvunni. Hann datt hins vegar aftur út þegar ég drap á tölvunni. Netið var líka úti. Seinna sama dag kveikti ég á tölvunni og þá datt þráðlausa netið inn. Ég prófaði eitthvað HP-install og fékk þá hljóðkortið inn, en netið datt út. Stuttu seinna datt hljoðkortið aftur út.

Fór heim og vistaði öll gögnin mín yfir á lausa harða diskinn og reyndi að strauja vélina. Komst að því að þegar ég keypti vélina þá fékk ég einhverra hluta vegna disk með eldri útgáfu af stýrikerfinu en það sem var installað á hana, þannig að tölvan neitar að yfirskrifa það sem er fyrir. Ég er ekki búin að strauja vélina!

Ræsti tölvuna um hádegi í dag eftir að hafa farið í 5 tíma fíluferð til Holbæk, fékk inn hljóðkort og þráðlaust net og það er bara búið að vera inni í allan dag. Er líka búin að reconfigura routerinn og símann svo það virkar fínt. Mp3 spilarinn minn sem er búinn að vera bilaður í marga mánuði er líka kominn í lag. (Hann er dottinn úr ábyrgð svo ég ákvað að reyna að skrúfa hann í sundur þar sem það var jú engu að tapa. Hann virkar líka svona voða vel eftir að ég er búinn að blása aðeins á hann!!! ;o) Veit ekki alveg hverju ég á von á í fyrramálið, en í versta falli vona ég að ég geti notað tölvuna sem ritvél, ég get þá alla vega klárað þetta blessaða TPK-verkefni. Ég veit eiginlega ekki heldur hvort ég á að þora að slökkva á henni í nótt.

Ég ætla hins vegar að slökkva á mér fyrir nóttina, sem ætti ekki að reynast erfitt þar sem ég fór á fætur kl. 6:15 í morgun til að vera komin upp í Holbæk í tíma. Verst að sjúklingurinn minn var ekki kominn þangað í tíma. Eða kannski réttara sagt. Hann var farinn þaðan í tíma, já eða ótíma, allt eftir því hvernig á það er litið.

Svo var ég að fá þær gleðifréttir, eða kannski sorgarfréttir, önnur spurning um sjónarhorn, að hún Kristín Una systir mín er að fara til Kína í ár, að kenna ensku. Var að fá að vita það í dag að hún var valin úr til að fara þangað, og er henni hér með óskað til hamingju með þetta. Hún er búin að stefna á það síðan hún var lítil að læra kínversku og labba eftir öllum Kínamúrnum og það virðist bara ætla að rætast!!! Kannski maður labbi bara eitthvert brot af honum með henni!!! :o)

4 Comments:

Blogger Kristín Una said...

Ég hef sagt það áður og segji það enn: HP DRASL!
Ég þakka fyrir hamingjuóskirnar, þetta sýnir það og sannar að dreams can come true;)

01 apríl, 2006 16:00  
Blogger Fríður Finna said...

hehe, jamm, ég kannski hugsa mig um áður en ég kaupi aftur HP fyrir tvöfalt verð!!!
En já, það má líklega segja það, að dreams can come true :o)

01 apríl, 2006 18:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Það lítur út fyrir að það verði ekki þverfótað fyrir meðlimum Ártúns fjölskyldunnar á Kínamúrnum á næstunni, ég verð á vappinu þarna í lok maí í útskriftarferðinni.

06 apríl, 2006 16:19  
Blogger Fríður Finna said...

hehe, já, það er rétt. Var búin að gleyma að það væri líka inni ferðinni!

07 apríl, 2006 13:54  

Skrifa ummæli

<< Home