föstudagur, mars 10, 2006

Lifrarpylsa er ekki það sama og lifrarpylsa!!!

Ég virðist loksins vera komin í rútínu með svefn. Það er að segja rútínu sem hentar öðru fólki og skólanum :o) Ég er alla vega farin að vakna á undan vekjaraklukkunni sem bendir líka til þess að ég sé að fá nægan svefn þó baugarnir undir augunum á mér séu ekki á alveg sama máli!

Notaði samt tækifærið fyrst ég vaknaði svona snemma og eldaði mér hafragraut í morgun. Er reyndar enn að borða hann sem er önnur saga ;o) Ég átti hins vegar lifrarpylsu í frysti sem ég tók út í gær og ætlaði að njóta að hafa með grautnum, en ég er búin að komast að því að Kjarnafæðislifrarpylsur eru bara ekkert góðar!!! Af fimm mögulegur fær hún max 2!!! Niðurstaðan er sem sagt sú að halda áfram að kaupa SS lifrarpylsu (eða láta aðra kaupa fyrir mig réttara sagt því hún fæst víst ekki í Nettó - Köben) og frábið ég mér hér með alla tilraunastarfsemi á þessu sviði! Það er reyndar allt í lagi að fá lifrarpylsuna hennar mömmu samt :o)

Tókst að falla á aðstoðarhjúkkuprófi í gær :o/ Gæfulegt það, í læknanámi og næ ekki AÐSTOÐAR-hjúkkuprófi!!! ;o) Það að vera of stressuð á verklegu prófi varð mér að falli, eins og svo oft áður (þó það hafi nú ekki orðið mér að falli áður, bara lækkað einkunnina), sem og að hafa verið kennd vitlaus vinnubrögð á Fölgevöktunum mínum. Sá til þess að sjúklingurinn fær örugglega þvagfærasýkingu degi fyrr en nauðsynlegt er ;o) en samt með þeim vinnubrögðum sem mér voru kennd á vöktunum! Kannski ekki skrítið að 80% sjúklinga á spítölum fá sýkingu á meðan innlögn stendur!!! Alla vega, ég þarf að mæta aftur í tímann um urin (skemmtilegt viðfangsefni) og svo tek ég prófið aftur eftir 1-2 vikur.

Hef samt svolitlar áhyggjur af þessu þar sem meirihluti prófanna sem við tökum næstu 11 annirnar eru munnleg eða verkleg. Eins gott að fara að venja sig við!!!

Er búin að kaupa rúmið og það er komið upp í "herbergi", samansett og svaka þægilegt :o) Þarf stiga til að klifra upp í það og við systurnar kæmumst örugglega betur fyrir í því heldur en í rúminu á Nönnugötunni þar sem við sváfum þrjár um árið. (það gera 40 cm á mann ;o)

Var samt greinilega með egglos daginn sem ég keypti það því maðurinn sem keyrði mig heim með það (Tyrkneskur strákur á aldur við mig) og hjálpaði mér að bera það upp, kepptist allur við að bjóðast til að koma aftur eftir vinnu og hjálpa mér að setja það saman. (Og kannski máta það líka...?) Þegar ég hafði afþakkað það kurteislega og með smá lygum um að ég væri að fara upp í skóla að læra með vinkonu minni þá bauð hann mér að hringja í sig þegar kæmi að því að setja það saman, ég gæti pottþétt náð honum hjá the grönne box (bílafyrirtækið). Endaði svo á því að hringja þegar hann var kominn niður í bíl svo ég væri pottþétt með númerið ;o)

Hálftíma seinna var ég svo að koma heim úr búðinni og á leið upp í lyftunni með manni sem ég hef aldrei séð áður. Hann spurði mig hvort ég byggi ekki fyrir neðan hann en ég benti honum á að ég væri að fara upp á fimm en hann á 3 samkvæmt ljósunum ;o) Þá bauð hann mér að koma í heimsókn, það væri fótbolti í sjónvarpinu og hann ætti smá bjór í ískápnum...
En ég veit alla vega hvert á að leita ef næturnar verða einmanalegar í stóra rúminu sem ég setti NB ein og hjálparlaust saman ;o)

En er farin í stritið!

Eigið góðan dag.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahaha egglos er snilld :D

11 mars, 2006 16:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá, það er naumast! Þeir bara falla allir fyrir þér ;)

Var svo ekki einhver um daginn sem var að elta þig? Þú verður að fara að passa þig!

Kv.
Anna Ey

11 mars, 2006 20:29  
Blogger Elva B said...

jæja ég er farin ad lesa bloggid

12 mars, 2006 16:54  

Skrifa ummæli

<< Home