fimmtudagur, mars 16, 2006

Endurtekningar

Átti þá umræðu í enn eitt skiptið um daginn hvort norrænar þjóðir (Danir í þessu tilfelli) væru ókurteisir og kaldir. Í þetta skiptið voru það Belginn og Ítalinn sem eru með mér á tungumálanámskeiði sem vildu meina svo, því nágrannar þeirra stoppa ekki í stiganum og eiga korters spjall um veðrið og hvernig maður hafi það í hvert skipti sem maður mætir þeim, og vinir vina vina manns heilsa manni ekki með kossi (eða þremur) eins og þeir eiga að venjast. Einnig fylgdi það sögunni að aldrei væru gerðir neinir greiðar því það myndi tefja fyrir og eyðileggja rútínur.

Fyrir mitt leyti verð ég að segja að jú, okei, á yfirborðinu eru norrænu þjóðirnar "kaldari" en þær suðrænu, það eru ekki þessar sjáanlegu geðsveiflur allan daginn og út um allt, og það er heldur ekki tekið á móti manni eins og týnda syninum (eða dótturinni ;o) í hvert skipti sem maður fer í heimsókn. Mér finnst hins vegar ákaflega lítið í það varið að einhver sem ég hef aldrei séð áður stoppi mig út á götu til að spyrja hvernig ég hafi það (eitt dæmið sem hefur verið notað í þessari umræðu) eða að einhver sem ég hef engan áhuga á að fá inn fyrir mitt "persónulega þægindasvæði" komi og kyssi mig 3 sinnum og skilji eftir blautar slefrenndur á kinnunum á mér! (Persónuleg reynsla :o/ )

Mitt mat er alla vega það að það sé ekkert meira varið í 15 mín. samtalið við suður-Evrópubúa/Bandaríkjamann/Mexíkóa... (Kölluð týpa 1 héðan í frá til styttingar) sem ég minntist á hér að ofan heldur en stutt hæ og bros frá norrænni manneskju (Týpa 2 :o), því það liggur nákvæmlega það sama á bak við það. Þú þarft ekki að halda að týpu 1 manneskjunni sé ekki nákvæmlega sama um hvernig þú hefur það í raun, hún vill bara fá þetta venjulega " bara fínt, en þú - lengdu útgáfuna" svar sem hún um hæl svarar "já, það sama hér, leiðinlegt samt hvernig veðrið er búið að láta". Er þá ekki hreinlegra að kinka bara kolli og brosa? Maður getur alla vega verið með það nokkurn veginn á hreinu að þeir sem á annað borð spyrja þig hvernig þú hafir það eru að spyrja af áhuga, og að þessi samtöl skilja eitthvað meira eftir sig í beggja huga en þessi í stigaganginum gera.

Spurði þá félaga reyndar að því líka hvort þeir hefðu einhvern tímann reynt að fyrra bragði að heilsa eða spjalla en það varð nú frekar fátt um svör við því, af einhverjum ástæðum sem ég skil ekki því þeir eru báðir af týpu 1 þjóðernum og ættu þar af leiðandi að stunda þetta ;o)

Að lokum ætla ég að láta fylgja með upplifun frá því í dag þegar ég sat í strætó, nýkomin fram hjá stoppistöð. Ca 100 m fyrir framan stoppistöðina fer hann að hægja á sér aftur og stoppar að lokum til að hleypa inn konu sem hafði komið hlaupandi úr gagnstæðri átt, of seint fyrir strætóinn en fékk nú samt að fljóta með. Nokkrum kílómetrum seinna voru svo tvær eldri konur að koma inn, frekar óöruggar í spori, og fylgdist ég með bílstjóranum fylgjast með þeim í baksýnisspeglinum þangað til þær voru búnar setjast niður. Eftir þetta fór hann af stað en ekki fyrr, svona til að tryggja að þær misstu nú ekki jafnvægið við ferðina á bílnum. Held að enginn geti sagt að þessi maður hafi ekki haft hagsmuni annarra að leiðarljósi í umferðinni, eða eyðilagt eigin rútínu (og seinkað strætóleiðinni um ca 1/2 mín ;o) til að verða öðrum að liði.

Yfir og út, án nokkurra svipbrigða eða augsjáanlegra tilfinninga ;o)

P.s. Bara svo það sé á hreinu þá líka mér mjög vel við báða þessa bekkjarbræður mína :o)

Og til hamingju með afmælið í gær Fanney. Fékkstu nokkuð hrukkukrem í afmælisgjöf eins og ég á 25 ára afmælisdaginn minn? ;o)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Lennti í þessu sama í Finnlandi. Þeir sem voru frá suðurhluta Evrópu og jafnvel suður Ameríku voru alltaf að tala um að finnar væru svo svakalega skrítnir, lokaðir og kaldir. Mér fannst þér bara alveg eins og íslendingar og sá ekkert athugavert við finnana.

Anna Ey

17 mars, 2006 08:33  
Blogger Fríður Finna said...

Maður sér auðvitað alveg mun á framkomunni, en það er bara þetta með að Finnar/Danir/Ísl. etc séu eitthvað ókurteisari eða óhlýlegri en Ítalis/ etc finnst mér ekki rétt. Þeir sýna það bara á annan hátt og eru ekki með þessa yfirborðsmennsku alltaf!

Fríður Hörundsára :o)

17 mars, 2006 17:18  
Blogger Jón Grétar said...

Alveg sammála. Finnst nú þessar suðurþjóðir oft vera með meiri ókurteisi með því að þykjast vera voða glaðir að sjá fólk. Betra að bara vera manns eigins fúli á móti þegar það á við!

17 mars, 2006 17:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir kveðjuna... en nei ég fékk engin hrukkukrem í þetta skiptið en sei mér þá... ég held það veiti ekki af því ;)

Kv,
Fanney

21 mars, 2006 15:20  

Skrifa ummæli

<< Home