máttleysi
Hafið þið ekki alveg örugglega upplifað svona algert þreytuástand. Það er miklu meira en nóg að gera, en maður eiginlega orkar bara ekki að byrja á því?!?!
...
Var að koma heim úr tilraun. Genetik I- dagur 2. Var reyndar bara mjög skemmtileg og ég held að ég hafi lært meira í dag á þessum 3 tímum sem tilraunin tók, heldur en í öllum fyrirlestrunum sem ég hef mætt í!!!
...
Þarf annars að klára að ganga frá TPK verkefninu því að það á að skila því á morgun fyrir kl. 12. Þarf líka að gera einhverjar leiðréttingar við biokemi skýrslu en það er eiginlega engin leið að átta sig á hvaða leiðréttingar ég á að gera, kennarinn ekki alveg sá skipulagðasti í þessu kroti sínu.
Þarf líka að klára að ganga frá biofysik II skýrslu, og byrja á biofysik III skýrslunni. Þau hin ætla að hittast á föstudaginn en þá ætla ég að fara út á flugvöll og ná í Kusu, og helst ekki að fara til baka til að vinna í skýrslu, þannig að ég ætla að reyna að massa sem mest af skýrslunni á morgun og senda bara á þau, þannig að ég geti alla vega með góðri samvisku sleppt því að mæta á föstudaginn.
...
Mamma, pabbi og Sigyn Björk eru farin til Kúpu. Væri alveg til í að vera þar með þeim!!!
Ég fæ nú reyndar Kristínu Unu til mín í 10 daga svo það jafnast aðeins út :o)
En Gunnar verður sem sagt sá eini sem verður á Íslandi um páskana í þessari gömlu kjarnafjölskyldu.
Og svo er Ásgeir að koma og verður í 8 daga, reyndar ekki bara hjá mér, en ég geri nú alla vega ráð fyrir því að sjá svoldið af honum á þessum 8 dögum :o)
en jæja, ætla að fá mér svona powernap, nákvæmlega 20 mín og hvorki lengur né skemur. Verð þá vonandi í betra ástandi til að skrifa og reikna og pæla og túlka og ....
sleep thight
...
Var að koma heim úr tilraun. Genetik I- dagur 2. Var reyndar bara mjög skemmtileg og ég held að ég hafi lært meira í dag á þessum 3 tímum sem tilraunin tók, heldur en í öllum fyrirlestrunum sem ég hef mætt í!!!
...
Þarf annars að klára að ganga frá TPK verkefninu því að það á að skila því á morgun fyrir kl. 12. Þarf líka að gera einhverjar leiðréttingar við biokemi skýrslu en það er eiginlega engin leið að átta sig á hvaða leiðréttingar ég á að gera, kennarinn ekki alveg sá skipulagðasti í þessu kroti sínu.
Þarf líka að klára að ganga frá biofysik II skýrslu, og byrja á biofysik III skýrslunni. Þau hin ætla að hittast á föstudaginn en þá ætla ég að fara út á flugvöll og ná í Kusu, og helst ekki að fara til baka til að vinna í skýrslu, þannig að ég ætla að reyna að massa sem mest af skýrslunni á morgun og senda bara á þau, þannig að ég geti alla vega með góðri samvisku sleppt því að mæta á föstudaginn.
...
Mamma, pabbi og Sigyn Björk eru farin til Kúpu. Væri alveg til í að vera þar með þeim!!!
Ég fæ nú reyndar Kristínu Unu til mín í 10 daga svo það jafnast aðeins út :o)
En Gunnar verður sem sagt sá eini sem verður á Íslandi um páskana í þessari gömlu kjarnafjölskyldu.
Og svo er Ásgeir að koma og verður í 8 daga, reyndar ekki bara hjá mér, en ég geri nú alla vega ráð fyrir því að sjá svoldið af honum á þessum 8 dögum :o)
en jæja, ætla að fá mér svona powernap, nákvæmlega 20 mín og hvorki lengur né skemur. Verð þá vonandi í betra ástandi til að skrifa og reikna og pæla og túlka og ....
sleep thight
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home