mánudagur, febrúar 13, 2006

Nútímavæðing

Er þetta ekki bara jólalegt?

















En jæja, þá eru Gry og Jase flutt út, og get ég því miður ekki sagt að ég sakni þeirra mikið. Ég saknaði eiginlega sjónvarpsins og ryksugunnar sem þau voru með í láni meira, svo ég fór bara og fjárfesti í einu af hvoru, auk þess að kaupa mér dvd spilara. (Fæ nú samt sjónvarpið í afmælisgjöf ;o) Samtals kostaði þetta 1500 dkk, ca 1 sæmilegur dvd spilari heima, ef maður er heppinn! Ætla svo sem ekki að halda því fram að þetta séu mestu gæðatæki sem ég hefði getað fundið, en þau hljóta að duga í nokkur ár. 3 ár og þá er ég sátt :o) Nú vantar mig bara örbylgjuofn og þá er ég með allt sem mig mögulega gæti vantað held ég bara! (Fyrir utan Stefán :o/ )

En annars er ég komin með nýjan leigjenda. Hún heitir Anna Kristín, alveg eins og mamma, og er íslenskur læknanemi sem er að koma hingað til að gera verkefni :o) Líst bara ljómandi á stúlkuna en hún kemur ekki fyrr en 12 mars svo það er um að gera að nýta tækifærið og kíkja í heimsókn fyrir þá sem hafa verið að spá í það. (Samt ekki fyrr en eftir 23. feb :o)

Á fimmtudag og föstudag er ég svo að fara á "Fölgevagter" á Herlev amtsygehuset. Þetta er líður í FADL námskeiðinu sem ég er á, og er einn af síðustu liðunum á námskeiðinu. Verð að viðurkenna að ég verð svoldið fegin þegar þetta verður loksins búið. Það er búið að vera fullmikið að gera, og lítill tími fyrir hið eiginlega nám sem ég er í. Það er hins vegar búið að vera hið mesta vandamál að koma þessum fölgevöktum saman. Það byrjaði með því að ég fékk úthlutað vöktum sem ég gat engan vegin mætt á þar sem ég á að vera í obligatoriske övelse á sama tíma, og ég mátti gera svo vel að fara og tala við hana Tine sem var ekkert voðalega sátt við að þurfa að fara að redda nýjum vöktum fyrir mig. Sérstaklega ekki þar sem ég var áður búin að vera með vesen og ekki geta mætt á brandkursus þar sem ég var á Íslandi :þ En alla vega, ég læt hana hafa allar þær dagsetningar sem ég GAT mætt og hún ætlaði að hafa samband seinna. 3 dögum seinna fer ég og hitti Tutorlægen minn með hópnum mínum, og þar þurfum við að ákveða næsta fund, og þar sem ég hafði látið Tine hafa allar þær dagsetningar sem ég mmögulega gat mætt næstu tvær vikurnar þá kom fundurinn auðvitað niður á einn þeirra daga. Að sjálfsögðu fékk ég að vita næsta dag að ég ætti að mæta á fölgevaktir daginn sem við höfðum ákveðið að hafa fundinn!!! Týpískt mín heppni þessa dagana ;o) Mér tókst nú samt að fá stelpu sem ér með mér í hóp að skipta um vaktir svo það er ekki meira vesen en svo fyrir greyið Tine en að hun þarf að hringja á báða staði og láta vita um breytt nafn, en ég fór samt með köku handa henni í morgun til að bæta upp fyrir allt þetta ;o) (Sagðist myndi koma með köku ef ég væri með meira vesen svo ég þurfti auðvitað að standa við það) Það versta var samt að hún var í vetrarfríi svo hún fær ekkert af kökunni, en vinnufélagarnir fá hana bara í staðinn ;o)

Í byrjun næstu viku fer ég svo og hitti sjúklinginn minn, þennan sem ég á að tala við í 16 tíma :o) en þegar það er búið þá fer þetta nú allt að komast í fastar skorður, svona þegar þessi helstu verkefni verða búin.

Ætla svo að fara og kaupa mér rúm fljótlega. Hafði lengi ætlað mér að kaupa mér almennilegt amerískt gæðarúm sem þarf stiga til að komast upp í, en hef ekki fundið neitt slíkt hérna. (þrátt fyrir mikla leit!!!) Var nánast komin á þá skoðun að kaupa það bara heima og láta senda það en ætli ég endi ekki bara á að fara í IKEA ;o) Sýnist ég samt ekki hafa tíma til þess fyrr en í næstu viku en það verður alla vega ekki seinna en það. Þangað til læt ég mig bara dreyma um almennilegt rúm :þ

þangað til næst

Knús og kossar

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís, gaman að heyra frá þér :)
Árshátíð hjá okkur næsta laugardag, svaka stuð. Ég vona að ég hafi einhvern tímann tækifæri til að koma og heimsækja þig :)

Love
Hildur Sólveig

21 febrúar, 2006 20:31  
Blogger Fríður Finna said...

ohh,árshátíð! vekur upp góðar minningar síðan í fyrra :o)Það er nóg pláss á Holsteinsgötunni og þú ert alltaf velkomin! Spurning um að fara að koma þessari bekkjarferði í framkvæmd!!! :o)

Knús

Fríður

22 febrúar, 2006 23:23  

Skrifa ummæli

<< Home