laugardagur, janúar 14, 2006

Það eru bara 4 dagar þangað til ég kem heim!!!

Hmm, ekkert alltof dugleg að blogga þessa dagana!

Hef mínar ástæður, og fullkomnar afsakanir! Próflestur er alltaf afsökun fyrir því að gera ekki eitthvað er það ekki?

Er samt alveg að fá nóg núna. Efnafræðitörnin í nóvember og desember, og svo aftur núna. Og þó ég hafi nú ekki verið of dugleg um jólin að þá er þetta alltaf hangandi yfir manni, þannig að maður getur aldrei andað léttara.

Ákvað samt að fara aftur heim eftir próf, sem gerir þetta mun skemmtilegra, maður hefur þá alla vega eitthvað til að hlakka til!!! :D

Koma heim og þurfa ekki að lesa undir próf heldur getur bara horft á sjónvarpið, lesið ruslbókmenntir, farið í heimsóknir eða rölt um Kringluna, allt án þess að hafa samviskubit :)

Ég hlakka til :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home