fimmtudagur, desember 01, 2005

Dr Saxi

Eins og þið kannski munið sprakk á hjólinu mínu um daginn (helgina sem Anna María var hérna, nánar tiltekið) og byrjaði ég á því í nokkra daga að pumpa í dekkið í hvert skipti sem ég skutlaðist eitthvað. Að lokum hætti ég að nenna því, því ég þurfti orðið að stoppa á leiðinni í skólann og pumpa aftur (tekur sko <10 mín að hjóla þangað!) Síðustu daga er ég svo bara búin að labba þetta sem hefur reyndar þær leiðinlegu aukaverkanir að ég þarf að vakna ca hálftíma fyrr til að ná í skólann á tilsettum tíma og því fór ég af stað í það stórverkefni um daginn, að reyna að gera við blessað dekkið. Eftir að hafa fengið lánuð verkfæri hjá Michi og Nínu tókst mér að rífa dekkið af, og ná slöngunni úr og er búin að finna gatið í eldhúsvaskinum (á slöngunni sko, ekki vaskinum)

Jason, sem leigir hjá mér, var búinn að segja mér að hann ætti viðgerðarsett (bætur o.fl) einhvers staðar og ætlaði að finna það, en þar sem ég hef ekki séð, ja hvorki hann né viðgerðarsettið í marga daga núna (Mismunandi vinnu og lestímar) þá gafst ég upp á því að bíða eftir þessu í dag og skellti bara smá vindsængurbót á þetta með lími út TIGER. Sjáum til hvernig þetta fer allt saman, lítur samt ágætlega út þarna þar sem þetta er að þorna á eldhúsbekknum. Það eina sem ekki lítur vel út eru puttarnir á mér sem eru allir í lími :o/

Fæ samt að sofa til næstum hádegis á morgun þar sem Líney er í tímum allan morguninn og fyrsti fyrirlestur er kl. 12:00. Ætla að njóta þess í botn að sofa með góða samvisku :o)

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu, það er líka hægt að kaupa nýjar slöngur fyrir ekkert svo rosalega mikinn pening ef TIGER límið heldur ekki!

Anna Ey

01 desember, 2005 10:53  
Blogger Jón Grétar said...

Helvíti ertu öflug að ráðast í svona viðgerðir. Ég henti bara mínu hjóli í viðgerðarmanninn og borgaði honum 10 evrur fyrir!

01 desember, 2005 15:02  
Blogger Fríður Finna said...

Jamm, ég er hins vegar orðin svo dönsk í hugsun að ég fer nú ekki að borga fyrir það!!! Gæti samt verið að ég endurveki íslendinginn og kaupi bara ný dekk ;o)

02 desember, 2005 00:38  
Blogger Kristín Una said...

Farðu þér bara ekki að voða!

02 desember, 2005 12:44  
Blogger Fríður Finna said...

Voðalega hefurðu mikla trú á mér Kusa!

02 desember, 2005 18:39  

Skrifa ummæli

<< Home