föstudagur, desember 09, 2005

Landafræði

Jæja, best að reyna að skella einhverju inn hérna!

Stefán fór heim í morgun svo ég sat uppi í skóla í dag að reyna að bæta upp fyrir lesleysi síðustu viku. Kom heim um miðnætti og sit núna uppi í rúmi að borða nachos flögur, sem víst eru góðar Stefán ;o)

En það er svoldið tómlegra hérna heldur en í gærkvöldi :o/ Búið að vera alveg hreint ágætis vika, á meðan Stefán var hérna (og þið kannski munið að ágætt er betra en gott), náði að gera svoldið af jólagjafakaupunum sem var gott, og að senda Stefán með það allt heim til Íslands sem var enn betra þar sem það verður víst nóg af skólabókum í mínum töskum!!! :o)
Það var samt allra best að hafa einhvern (einhvern sérstakan samt) til að elda og borða með, til að tala við íslensku allan sólarhringinn, og til að kúra hjá þegar maður var að fara að sofa!

Held samt að Stefán sé að ná Jens í þolinmæðinni í búðarrápi því okkur tókst að fara tvo daga í röð í verslunarmiðstöð, og á endanum var það eiginlega ég sem nennti ekki meiru!!! Spáið í því!

Fórum líka á þetta fyrirtaks jólahlaðborð í Tívoli með Badda og Hönnu, og borðuðum hlaðborðið á 35 mín!!! Vissum sem sagt ekki að Tívoli lokar kl 22:00 á sunnudögum og veitingastaðirnir hætta að afgreiða kl.t. fyrr. Vorum því bara alveg róleg að skoða okkur um í Tívolí til vel rúmlega átta en þá voru 35 mín eftir af hlaðborðinu!! Tókum þetta á tækninni og fórum síðustu ferð nokkrar mínútur í lokun og fylltum vel á diskana ;o) Týpískt við samt, alla vega ég og Stefán! Í gær fórum við svo á kínverska veitingastaðinn sem er hérna rétt hjá mér en vorum þá búin að skipuleggja okkur aðeins betur og vorum komin í góðan tíma ;o)

Við fengum líka íslensku stelpurnar í mat á þriðjudaginn í mánaðarlegan matarklúbb okkar, og gátu þær þá metið eldamennskuhæfileika Stefáns, eða okkar saman því ég átti víst sósuna ;o)
(Þær voru búnar að leggja almennt mat sitt á hann á föstudaginn muniði!)

Fórum svo í innflutningspartý til Signe bekkjarsystur minnar á laugardaginn þar sem bekkurinn minn gat lagt mat á hann, og Stefán fékk opinberun um danskan innanhúsarkitektur þegar honum var sagt að íbúðin sem honum fannst nú frekar gömul eitthvað, væri svakalega modern og flott ;o)

Man ekki hvort ég var búin að segja frá því en ég fékk sálfræðina úr klásus metna þannig að ég þarf ekki að taka munnlegt próf í sálfræði næsta sumar!!! Kann sko alveg að meta það!!!!

En jæja, nenni þessu ekki lengur, er farin að sofa

Yfir og út

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home