Héðan og þaðan
Ég keypti dagatalskerti 1 des. Það er búið að loga á því nánast allan heimverutíma minn síðan og það er ekki enn komið niður í 1 des, ekki einu sinni nálægt því.
Ég gerði tilraun til að fara með Stefán á Fredagsbar á föstudaginn. Okkur var ekki hleypt inn af því klukkan var að verða hálf tólf og þeir voru að fara að loka. Hann náði samt að hitta nánast allar íslensku stelpurnar á pöbbum í nágrenninu.
Í gær fórum við í innflutningspartý til bekkjarsystur minnar eftir að hafa hitt nokkra bekkjarfélaga mína á stúdentabarnum við Rundeturnen. Stefán malaði mig í pool, í enn eitt skiptið. Það var líka mér að kenna að við töpuðum í foosball á móti Morten og Evu.
Í dag ætlum við kannski í Tívolí, en alla vega ætlum við að borða Julefrokost með Badda og Hönnu.
Í dag þarf ég að lesa (og læra vel) rúmlega tvo kafla í efnafræði, og undirbúa tilraunina sem ég er að fara að gera eftir hádegi á morgun.
Stefán kom í fyrradag :o)
Ég gerði tilraun til að fara með Stefán á Fredagsbar á föstudaginn. Okkur var ekki hleypt inn af því klukkan var að verða hálf tólf og þeir voru að fara að loka. Hann náði samt að hitta nánast allar íslensku stelpurnar á pöbbum í nágrenninu.
Í gær fórum við í innflutningspartý til bekkjarsystur minnar eftir að hafa hitt nokkra bekkjarfélaga mína á stúdentabarnum við Rundeturnen. Stefán malaði mig í pool, í enn eitt skiptið. Það var líka mér að kenna að við töpuðum í foosball á móti Morten og Evu.
Í dag ætlum við kannski í Tívolí, en alla vega ætlum við að borða Julefrokost með Badda og Hönnu.
Í dag þarf ég að lesa (og læra vel) rúmlega tvo kafla í efnafræði, og undirbúa tilraunina sem ég er að fara að gera eftir hádegi á morgun.
Stefán kom í fyrradag :o)
4 Comments:
Alltaf gott að fá heimsókn að heiman :) Sýndu nú manninum allt það merkilega í Köben eins og Tuborg og Carlsberg.
Tékkið á pöbbnum Músin og Fíllinn (kann ekki danska heitið) sem er á götunni vil hliðina á Strikinu, vinstra megin miðað við Ráðhústorgið. Krúttlegur kjallari ;)
Við virðumst hafa keypt samskonar dagatalskerti. Ég náði að lokum niður á 1. des. Það tekur nokkuð langan tíma að brenna hvern dag sem er fínt því þegar ég hef átt mjó dagatalskerti hef ég alltaf haft of lengi kveikt á því og brennt það allt of langt niður.
Anna Ey
heh, held að það verði ekki vandamálið i þetta skiptið!
Verð samt að reyna að finna músina og fíllinn hans Jóns :o) Er búin að fara með hann í smá leiðangur í september, en held að carslerginn sé enn eftir ;o)
Skrifa ummæli
<< Home