Þú ert með sternocleidomastoideus!
Þá er maður kominn heim, eftir góða törn á Panum. Styttist í að maður verði búinn með Lífrænu og verður sko fagnað þegar það er frá!!! :o) Verst að þá bíður manns bara önnur yfirferð yfir ólífrænu sem er líklega ekkert skárri svo ég ætti kannski bara að eyða pínu meiri tíma í þetta ;o)
Var í tíma í TAS í dag sem er ekki í frásögur færandi nema að því að þetta var eini ekki-skyldumætingartíminn á önninni, og þetta er fagið sem ég þarf ekki að fara í próf í!!! Var samt kannski eins gott að ég mætti því með mér voru sex nemendur en tveir kennarar, og leiðinlegt að skilja hana Ellen eftir svona eina, því hún er nú þrátt fyrir allt voða indæl. (Ellen er sko kennarinn)
Í þessum tíma var samt aðalumræðuefnið Psykosomatik, eða samspil hugar og likama og alla vega, í tilefni þessa alls ætla ég að segja ykkur litla sögu sem Ellen sagði okkur af samskiptum sjúklings og læknis.
Þannig var mál með vexti að kona nokkur var búin að koma endurtekið til heimilislæknis síns og kvarta undan ýmsum einkennum, hausverk, þreytu o.s.frv. en þrátt fyrir ýmsar og endurteknar rannsóknir gat hann ekki fundið neitt að konunni, og engin af þeim meðferðartillögum sem hann kom með gáfu neina betrun. Kemur að því að konan kemur í 5 heimsókn sína og áttu þá að liggja fyrir niðurstöður úr fleiri rannsóknum sem vonast var til að einhver svör myndu veita við þessu vandamáli. Þær gáfu samt engin ný svör, allt eins og það átti að vera og ekkert fannst sem amaði að henni.
Þegar hún kemur til læknisins er hann þó með svör á reiðum höndum. "Þú ert með Sternocleidomastoideus!" segir hann og ljómar þá konan upp, að sjálfsögðu dauðfegin að fá loksins að vita hvað olli þessum einkennum sínum og lærði að vinna bug á þeim eftir leiðbeiningum læknisins.
(Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er sternocleidomastoideus vöðvinn sem sést eins og V framan á hálsinum, og snýr höfði til hliðar meðal annars.)
Annars er Þórunn frænka að koma í hádegismat á morgun, með litla grísinn Daníel með sér :o) Ætla að reyna að malla lasagne, fyrst að ég er nú búin að læra að búa það til!!! Það er sko ýmislegt sem maður getur farið að gera þegar maður er kominn með ofn! :o)
En jæja, líklega best að fara að koma sér í háttinn ef maður á að orka einhverju á morgun!
Bæjó
Það eru bara 8 dagar þangað til ég kem heim!!!
Var í tíma í TAS í dag sem er ekki í frásögur færandi nema að því að þetta var eini ekki-skyldumætingartíminn á önninni, og þetta er fagið sem ég þarf ekki að fara í próf í!!! Var samt kannski eins gott að ég mætti því með mér voru sex nemendur en tveir kennarar, og leiðinlegt að skilja hana Ellen eftir svona eina, því hún er nú þrátt fyrir allt voða indæl. (Ellen er sko kennarinn)
Í þessum tíma var samt aðalumræðuefnið Psykosomatik, eða samspil hugar og likama og alla vega, í tilefni þessa alls ætla ég að segja ykkur litla sögu sem Ellen sagði okkur af samskiptum sjúklings og læknis.
Þannig var mál með vexti að kona nokkur var búin að koma endurtekið til heimilislæknis síns og kvarta undan ýmsum einkennum, hausverk, þreytu o.s.frv. en þrátt fyrir ýmsar og endurteknar rannsóknir gat hann ekki fundið neitt að konunni, og engin af þeim meðferðartillögum sem hann kom með gáfu neina betrun. Kemur að því að konan kemur í 5 heimsókn sína og áttu þá að liggja fyrir niðurstöður úr fleiri rannsóknum sem vonast var til að einhver svör myndu veita við þessu vandamáli. Þær gáfu samt engin ný svör, allt eins og það átti að vera og ekkert fannst sem amaði að henni.
Þegar hún kemur til læknisins er hann þó með svör á reiðum höndum. "Þú ert með Sternocleidomastoideus!" segir hann og ljómar þá konan upp, að sjálfsögðu dauðfegin að fá loksins að vita hvað olli þessum einkennum sínum og lærði að vinna bug á þeim eftir leiðbeiningum læknisins.
(Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er sternocleidomastoideus vöðvinn sem sést eins og V framan á hálsinum, og snýr höfði til hliðar meðal annars.)
Annars er Þórunn frænka að koma í hádegismat á morgun, með litla grísinn Daníel með sér :o) Ætla að reyna að malla lasagne, fyrst að ég er nú búin að læra að búa það til!!! Það er sko ýmislegt sem maður getur farið að gera þegar maður er kominn með ofn! :o)
En jæja, líklega best að fara að koma sér í háttinn ef maður á að orka einhverju á morgun!
Bæjó
Það eru bara 8 dagar þangað til ég kem heim!!!
3 Comments:
ómægod ég þarf að drífa mig til læknis ég held ég sé líka með sternocleidomastoideus!!!
SJITT
æ æ æ, það lofar ekki góðu!!!
;o)
Independent [url=http://www.invoiceforyou.com]invoice online[/url] software, inventory software and billing software to create professional invoices in before you can say 'jack robinson' while tracking your customers.
Skrifa ummæli
<< Home