Þegar ég kem heim ...
- Fara í heitt bað, liggja þar í minnst klukkutíma með góða bók, popp og ískalt íslenskt vatn. Nína á að sitja á baðkarminum og éta á mér hárið (Venjulega er ég ekkert sérstaklega sátt þegar hún gerir þetta en ég skal ekki segja múkk núna ;o)
- Liggja í sófanum með Stefáni undir teppi og horfa á einhverja bíómynd sem við erum búin að sjá hundrað sinnum, eða jafnvel bara Friends. Hafa kannski góða flösku af rauðvíni og osta með :o)
- Fara í sund á hverjum degi. (ok. alla vega svona annan hvern dag.) Fara í heitu pottana og gufubaðið!
- Sofa út, með Nínu uppi í rúmi hjá mér :o)
- Fara á skíði
- Borða KS súrmjólk með cheeriosi út á
- Elda kjöt í karrý ( og borða það auðvitað líka! )
- Vera með fjölskyldunni minni og vinunum!!!
Og svo þarf ég væntanlega að gera eitthvað skemmtilegt eins og að læra efnafræði og humanbiologi en það verður bara til þess að maður nýtur þess betur þegar maður á frí :o)
Mamma og pabbi eru komin og farin, meira að segja tvisvar :o) Það var voða gott að fá þau í heimsókn og mikil tilbreytni í mataræði frá því sem verið hefur! Fórum aftur í Tívolí, eða þeas ég fór aftur, þau fóru bara, og á jólahlaðborð. Í þetta skiptið höfðum við samt nægan tíma, og þar sem ég þekkti alla góðu réttina úr þá þurfti ég ekkert að vera fylla diskinn með einhverjum smakkprufum heldur gat bara skellt mér beint í það besta ;o) Ég ákvað líka að kaupa mér árskort í Tívolí, hugsa að það verði fleiri gestir sem vilja fara í Tívolí næsta árið svo það á pottþétt eftir að borga sig. Sérstaklega þar sem það þarf bara 2,5 skipti til!
Svo er ég líka svakalega flottum stígvélum ríkari því þau gáfu mér ný stígvél þegar þau komu frá Ítalíu. Þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fá snjó í skónna þegar ég kem heim því þau ná alveg upp í hnésbót :o)
Er annars að elda einhvern ofnrétt úr öllum afgöngunum sem voru inni í ískáp, eða réttara sagt, öllu því sem hefðu orðið afgangar þegar ég væri komin heim (sem btw gerist eftir 3 daga :o). Ilmar i hvert fald ágætlega svo það er bara vonandi að þetta verði jafn gott í hádegismatinn næstu 3 daga :oþ
Fór í Fields verslunarmiðstöðina áðan og tók upp siðinn hennar Líneyjar, fór til að klára jólainnkaup en endaði á að kaupa bara fullt á mig í staðinn. En jólafötunum er alla vega reddað, mér tókst reyndar að versla allt hitt sem ég ætlaði að kaupa líka, nema að ég gleymdi vigtinni sem ég hafði hugsað mér að kaupa í fyrirbyggjandi aðgerðum, sem og jólakortunum! (Með fyrirbyggjandi aðgerðum á ég við fyrir ferðalagið heim fyrir þá sem voru með einhverjar efasemdir! Maður má víst bara hafa 20 kíló með sér, þrátt fyrir að maður sé að fara í próf átta dögum eftir að maður kemur út aftur :o/ )En þið sem fáið jólakortin frá mér eftir jól, þið verðið víst bara að sætta ykkur við það að þið hefðuð örugglega ekki fengið þau fyrr hvort sem er ;o) Þeim verður samt hent í póst að morgni þess 22. þannig að við verðum bara að sjá hversu fljótur pósturinn er og hvort hann nái að redda þessu fyrir mig ;o)
En jæja, ætla að klára 20 bls í efnafræði fyrir morgundaginn. Þá verð ég búin með alla lífrænu, fyrir utan dæmapakkann sem við ætlum að reikna í fyrramálið (og er akkúrat úr þessum kafla sem ég er að fara að klára :o)
Ykkar Fríður Finna
-> farin að hlakka ógó til að koma heim eftir 3 daga :o)
4 Comments:
hlakka til að sjá þig skvís ;)
Sömuleiðis :)
Þú mátt nú ekki gleyma að fá þér snúð með súkkulaði og kleinuhring úr Sauðárkróksbakaríi kona, það er alveg nauðsynlegt þegar maður kemur á Krókinn!!!:)
Hlakka til að sjá þig systir kær. Ég er að fara að skella mér í hornin svo þú færð ylvolg skinkuhorn þegar þú kemur heim á eftir:)
Gleðileg jól :)
Skrifa ummæli
<< Home