laugardagur, desember 06, 2008

Tímamót!

Í gær var síðasti dagurinn í klínikinni.
Svoldið skrítið að vita að maður á ekki eftir að koma þarna aftur, (alla vega ekki næsta tvö og hálfa árið) en ótrúlega gott að vita að nú má stilla vekjarann á eitthvað annað en 5:30 :o)

Svona erum við Guðný sætar í læknasloppunum okkar !

Ég ákvað samt að hafa síðasta daginn stuttann og dreif mig heim til að skella mér til Finnlands. (það var eiginlega ekki ég sem ákvað að hafa daginn stuttann sem sagt, það voru skátarnir sem ákváðu það fyrir mig ;o) Eyddi svo 2 tímum í Riga, svona bara til að hafa eitthvað að gera. Er nú búin að vera í allt ca 10 tíma í Riga, en hef aldrei komið út fyrir flugvöllinn... Er samt voða þakklát fyrir hvað flugvöllurinn er þægilegur til að bíða í.

Jamm, það eru undarlegir hlutir sem maður er farin að vera þakklátur fyrir!!!

11 dagar þangað til ég kem heim :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home