Fyrsti pósturinn á nýju tölvuna mína :o) Hafði það loksins af að setja hana upp og tengja við internetið. Það er víst ekki mikið annað sem maður notar tölvur í þessa dagana en að vinna á netinu!
Helgin er búin að vera góð, eða eins góð og þegar maður er uppdópaður til að geta borðað, ja eða bara kyngt munnvatninu. Ákvað að spyrja lækninn sem ég fylgi út í þetta á föstudaginn, af því að ég er búin að vera með þessa þvílíku hálsbólgu síðan á mánudag, og hún virðist ekkert vera að fara að láta sig hverfa.
Jú jú, þú ert svoldið bólginn, en þú lítur vel út, og virkar alls ekki kvalin, svo þú ættir helst bara að bíða þetta af þér. Hvað sagðistu annars vera að taka af verkjalyfjum?
Sagði henni það og hún tók andköf. Sagði svo að þetta væri ca það sama og væri gefið fólki sem kæmi inn með botnlangabólgu... S.s. ekkert skrítið þótt ég liti ekki út fyrir að vera kvalin. Hún lagði til að ég sleppti því að taka verkjalyfin svo við sæjum raunverulegan styrk veikindanna og ég sleppti hádegisskammtinum. Gat 2 tímum seinna hvorki talað eða kyngt, og höfuð og eyrnaverkur að gera út af við mig. Skellti skammtinum í mig á leiðinni heim og er enn í sama pakkanum svo ég ætla að reyna að gera eitthvað róttækt í þessu á morgun.
Í dag var hið árlega kökuboð hjá Aldísi og Sigurjóni, í tilefni afmæli þeirra tveggja. Að vanda fylltist maður valkvíða við að horfa á kökuborðið, en það var leyst með því að fá sér bara vel af öllu ;o) Þarf ekkert að borða næstu vikuna, en það er ágætt, það er hvort sem er svo vont að kyngja.
Á morgun á ég svo að mæta í fyrsta skipti á fund í nýju vinnunni minni. Segi betur frá því seinna, en ég er alla vega spennt að byrja.
Búin að mastera æðaleggina, og gömlu konurnar farnar að horfa tilbijðandi á mig þegar ég segi þeim að ég sé búin, og þær vissu ekki að ég væri byrjuð ;o) Og undirskriftir fyrir skýrslur farnar að raðast í LOG bókina. Vorkenndi grey læknaritaranum sem þurfti að skrifa upp þá sem ég diktaði á föstudaginn. Ekki alveg búin að mastera hreiminn á læknahugtökunum, og hálsbólgan var ekki að gera framburðinn skýrari (eða óskýrari, það er víst það sem danskan gengur út á... )
En nú er það bara háttatími, klukkan er jú langt gengin í tíu gott fólk ;o)
Yfir og út.
Helgin er búin að vera góð, eða eins góð og þegar maður er uppdópaður til að geta borðað, ja eða bara kyngt munnvatninu. Ákvað að spyrja lækninn sem ég fylgi út í þetta á föstudaginn, af því að ég er búin að vera með þessa þvílíku hálsbólgu síðan á mánudag, og hún virðist ekkert vera að fara að láta sig hverfa.
Jú jú, þú ert svoldið bólginn, en þú lítur vel út, og virkar alls ekki kvalin, svo þú ættir helst bara að bíða þetta af þér. Hvað sagðistu annars vera að taka af verkjalyfjum?
Sagði henni það og hún tók andköf. Sagði svo að þetta væri ca það sama og væri gefið fólki sem kæmi inn með botnlangabólgu... S.s. ekkert skrítið þótt ég liti ekki út fyrir að vera kvalin. Hún lagði til að ég sleppti því að taka verkjalyfin svo við sæjum raunverulegan styrk veikindanna og ég sleppti hádegisskammtinum. Gat 2 tímum seinna hvorki talað eða kyngt, og höfuð og eyrnaverkur að gera út af við mig. Skellti skammtinum í mig á leiðinni heim og er enn í sama pakkanum svo ég ætla að reyna að gera eitthvað róttækt í þessu á morgun.
Í dag var hið árlega kökuboð hjá Aldísi og Sigurjóni, í tilefni afmæli þeirra tveggja. Að vanda fylltist maður valkvíða við að horfa á kökuborðið, en það var leyst með því að fá sér bara vel af öllu ;o) Þarf ekkert að borða næstu vikuna, en það er ágætt, það er hvort sem er svo vont að kyngja.
Á morgun á ég svo að mæta í fyrsta skipti á fund í nýju vinnunni minni. Segi betur frá því seinna, en ég er alla vega spennt að byrja.
Búin að mastera æðaleggina, og gömlu konurnar farnar að horfa tilbijðandi á mig þegar ég segi þeim að ég sé búin, og þær vissu ekki að ég væri byrjuð ;o) Og undirskriftir fyrir skýrslur farnar að raðast í LOG bókina. Vorkenndi grey læknaritaranum sem þurfti að skrifa upp þá sem ég diktaði á föstudaginn. Ekki alveg búin að mastera hreiminn á læknahugtökunum, og hálsbólgan var ekki að gera framburðinn skýrari (eða óskýrari, það er víst það sem danskan gengur út á... )
En nú er það bara háttatími, klukkan er jú langt gengin í tíu gott fólk ;o)
Yfir og út.
1 Comments:
Kannski ættirðu bara að leggjast í rúmið og taka því rólega til að jafna þig á þessari hálsbólgu ;)
Skrifa ummæli
<< Home