Verknám, Finnland, klifur og fleira
Þá er maður loksins byrjaður að læra "alvöru" læknisfræði. Farin að munda hlustunarpípuna, og læknaskýrslurnar, undirskrifaðar af "Fríður Finna Sigurðardóttir", fara að hlaðast upp. Magnað alveg hreint, og ótrúlega skemmtilegt :o)
Um helgina fór ég til Finnlands, til að hitta alþjóðafulltrúa Norðurlanda. Alltaf frekar skemmtilegir fundir, þar sem að maður þekkir orðið alla í hópnum og er meiri "persóna" þar heldur en "titill". Munar ótrúlega að geta bara verið afslappaður og maður sjálfur frekar en að vera að leika hlutverk og passa framkomuna allan tímann.
Á mánudaginn mætti ég svo í fyrsta skiptið í nýja (gamla) hobbíið mitt. Ég og Þórir Már skráðum okkur í klifurhóp og héðan í frá verða mánudagskvöld helguð þessu sporti. Hef held ég aldrei haft svona mikla og dreifða strengi áður (alls staðar nema í handleggjunum, merkilegt nokk!), greinilega eitthvað í gangi sem hefur ekki verið notað lengi. En geggjað var líka gaman, og virtist vera góður andi í tímunum. Hef samt held ég aldrei séð jafn massaða konu og þá sem stjórnar æfingunum, fyrir utan nokkur steratröll á síðum blaðanna!
Um helgina fór ég til Finnlands, til að hitta alþjóðafulltrúa Norðurlanda. Alltaf frekar skemmtilegir fundir, þar sem að maður þekkir orðið alla í hópnum og er meiri "persóna" þar heldur en "titill". Munar ótrúlega að geta bara verið afslappaður og maður sjálfur frekar en að vera að leika hlutverk og passa framkomuna allan tímann.
Á mánudaginn mætti ég svo í fyrsta skiptið í nýja (gamla) hobbíið mitt. Ég og Þórir Már skráðum okkur í klifurhóp og héðan í frá verða mánudagskvöld helguð þessu sporti. Hef held ég aldrei haft svona mikla og dreifða strengi áður (alls staðar nema í handleggjunum, merkilegt nokk!), greinilega eitthvað í gangi sem hefur ekki verið notað lengi. En geggjað var líka gaman, og virtist vera góður andi í tímunum. Hef samt held ég aldrei séð jafn massaða konu og þá sem stjórnar æfingunum, fyrir utan nokkur steratröll á síðum blaðanna!
5 Comments:
Ég held að ég kannist við húsið. Þinghúsið í Helsinki... eða kannski dómkirkjan?
M
Gaman að heyra frá þér en farðu varlega í klifrinu. Kveðja,Gunna.
Dómkirkjan :o) Við borðuðum kvöldmat í skátaheimili, sem er í dómkirkjunni, miðmyndin er akkúrat þaðan :o)
Það er búið að bólstra gólfið vel og vandlega svo maður stekkur óhræddur niður úr 6 metra hæð :) En eg fer varlega ...
nei heyrðu, fór að kíkja á myndirnar :þ Þetta er þinghúsið á neðstu myndinni, og þar fór fram flugeldakeppni kvöldið sem við komum. Merkilegur viðburður. En við s.s. borðuðum í hluta af Dómkirkjukomplexinum, og myndin í miðjunni er þaðan ;o)
Klifur hljómar vel. Þú verður fín með góða upphandleggsvöðva.
kus
Skrifa ummæli
<< Home