fimmtudagur, september 04, 2008

bestu dagar lífs míns...

Jæja, þá er "fríið" búið í bili og skólinn byrjaður aftur.

Ég var ein af þeim "heppnu" sem fékk praktik pláss uppi í Næstved, en samkvæmt rejseplanen.dk tekur það 1 klt og 41 mínútu að komast þangað frá Læssöesgade. Ekki nema...! Þeir vilja samt meina að það sé lang best að vera þar, því þeir hafi langmest gaman að því að hafa nema og maður fái að gera miklu meira en annars staðar... Sjáum til með það, en ég er alla vega drulluspennt að byrja :o)

Dröslaðist svo á fætur kl. 05:30 í gær til að vera mætt á réttum tíma, komin upp í Næstved kl. 07:34 til þess að komast að því að fyrsti dagurinn fer fram í Teilum (sem er í 5 mínútu hjólafjarlægð frá áðurnefndri Læssöesgade!) Og til að toppa daginn fékk ég 600 kr (DANSKRA!!!) sekt, því klippikortið gildir víst bara út að endastöð í aðra áttina, en ekki hálfa leið í hina... (var sem sagt í góðri trú um að vera réttborgandi)

Á mánudaginn fékk ég svo sms frá Fabiolu, sem er formaður Evrópustjórnarinnar. "Finna, I need to talk to you as soon as possible!"

Úff hljómar ekki vel. Hverjum ands..... var ég að gleyma núna var það eina sem ég hugsaði, en mátti samt bíða allan daginn eftir að heyra í henni, því ég var í Noregi pt og án tölvusambands. Fór samt betur en ég óttaðist, og eiginlega var þetta bara besta tölvusímtal sem ég hef fengið lengi, þar sem skilaboðin voru að alla vega fresta, og líklega fella niður eina utanlandsferðina og margar fleiri í framhaldinu... Alla vega auka frí helgi í september, hvernig sem allt annað fer :o)

Á morgun er það svo Finnland, samráðsnefnd Norðurlanda að hittast. Þar með verð ég búin að heimsækja öll norðurlöndin á 2 vikum, (alla vega þessi sjálfstæðu), þar af 3 á 5 dögum!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home