fimmtudagur, maí 18, 2006

Hvar er orlofið mitt?!!??!

Var búin að gera fastlega ráð fyrir því að fá inn á reikninginn minn væna slummu af orlofspeningum, og eiginlega búin að eyða þeim í orlof, eða alla vega flugferðir, og svo bara kemur ekki neitt!!!! Hvar eru þessir peningar eiginlega?!?!?!?

Hjólaði annars í dag, í grenjandi rigningu niður í sendiráð Íslands til að kjósa, og hef bara aldrei verið svona blaut, nema kannski eftir að hafa dottið/labbað út í tjörnina í Fjölskyldugarðinum eða eftir eitthvað annað álíka skynsamlegt atvik ;o)

Var orðin svo blaut að það voru pollar á borðinu þar sem ég lagði hendina á meðan ég var að fylla út öll þessi umslög og dæmi. Fékk mér til sálarbóta glas af ------- úr einhverri móttöku sem fór þarna fram. Lofaði að segja ekki frá því svo að sendiráðið fyltist ekki bara af fólki sem heldur að það geti bara komið til að fá ------- á hverjum degi ... ... og þið hafið heldur aldrei heyrt neitt!!!

Rifjaði upp við þetta tilefni að ég hef nánast alltaf kosið utankjörstaðar síðan 1998. Það gerir 3 sveitarstjórnarkosningar, alla vega einar forsetakosningar og einar alþingiskosningar. S.s. bara einu sinni kosið á kjörstað síðan ég fékk kosningarrétt og það var árið 1999!!!

Geri ekki ráð fyrir að kjósa oft heima á næstu árum svo það er eins gott að fara að venjast þessu ;o)

Nú er ég samt búin að senda Stefán út í búð og þóttist sjálf ætla að klára að undirbúa matarboðið sem byrjar eftir hálftíma, lambalærið í ofninum og lyktin að gera mig brjálaða, svo bara, adios gott fólk :o)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Verði þér að góðu! Lambalæri er alltaf gott!

20 maí, 2006 14:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Ah... svo það var þess vegna sem ég náði ekkert í þig þegar ég var í Köben á fimmtudaginn. Reyndi svo aftur í gær áður en ég hélt heim á leið en... :(

Verð aftur í Köben á miðvikudagskvöldið og þá á leiðinni á skátaþingið í Færeyjum (förum um hádegi á fimmtudag). Spurning hvort það verði hægt að draga þig út að borða með okkur þá um kvöldið? Hvað segirðu um það? ;)

Knús,
Hulda

21 maí, 2006 14:24  
Blogger Jón Grétar said...

Vondandi bragðaðist lambalærið vel... og vonandi kaustu rétt ;)

21 maí, 2006 21:17  

Skrifa ummæli

<< Home