sunnudagur, maí 14, 2006

Luft under vingerne

Kim Larsen blastar í græjunum, og Stefán kemur eftir 2 tíma. Gerist það betra?
Yfir mig hrinur holskefla brúðkaupsboða, eitt í Belgíu þann 17 júní og annað í Tyrklandi 16 sept. Búin að missa af þremur heima á Íslandi, og afboða mig í þetta 17 júní. Það er víst ekki alveg heppilegasti tíminn, svona mitt á milli tveggja prófa. Gæli samt enn við hugmyndina um að fara til Tyrklands, eins og barn í sælgætisbúð, sem veit að þetta er óhollt en langar samt. Get farið að sjá eftir því að hafa ekki látið meta eitthvað af þessu sjúkraþjálfunarnámi mínu, hefði alla vega getað sleppt blessuðum tölfræðiáfanganum sem ég verð í þarna í sept, en svo er nú alltaf gott að lesa í flugvél....

Fór óvænt á djamm í gær. Við Helgi Jean endurnýjuðum kynnin frá F&H, Sauðárkróki eða hvar uppruni þeirra nú er, síðasta sunnudag þegar við sátum í 5 tíma á bekk í kirkjugarði. sem er reyndar ekki kirkjugarður í þeirri meiningu að það liggi dáið fólk út um allt, en garður í kringum kirkju er líka kirkjugarður. Ákváðum að viðhalda sunnudagahefðinni og hittast seint á laugardagskveldi og fram á sunnudag og úr varð hið besta kvöld með flösku af rauðvíni handa mér og bjór handa honum og samleigjendunum. Lenti í þeirri ótrúlegu aðstöðu að fara að ræða þjálfunaraðferðir í fótbolta, eða reyndar frá mínu sjónarhorni, þjálfunaraðferðir yfir höfuð þar sem fótbolti á afskaplega lítinn hlut í huga mínum. Kom seinna heim en ég ætlaði, en nú er ég farin út í göngutúr áður en ég næ í Stefán

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jahá, talandi um að vaða úr einu í annað: Kim Larsen - Stefán - brúðkaup - tölfræði - Tyrkland - sælgætisbúð - Sauðárkrókur - krirkjugarður - rauðvín - bjór - fótbolti - göngutúr. Gaman að þessu. Góða skemmtun með Stefáni!

14 maí, 2006 19:37  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er nú ekki hægt annað en að óska þér til hamingju með að hafa ekki sleppt þessum tölfræðiáfanga. Tölfræði er nauðsynleg kunnátta hverjum þeim sem vill láta að sér kveða í þessum heimi sem og öðrum.

16 maí, 2006 20:06  
Blogger Fríður Finna said...

úff, talar mastersneminn í tölfræði!!! ;o)
Ég er samt búin að læra þessa tölfræði svo ég þarf ekkert að læra hana aftur, það er það sem ég þarf að sjá eftir!!!

16 maí, 2006 20:09  

Skrifa ummæli

<< Home