þriðjudagur, maí 13, 2008

Sumarið er komið!

Það er búið að vera svo steikjandi hiti hérna um helgina, að það er hvergi líft. Ekki inni og ekki úti. Ekki í skugga og ekki í sól!

Komst að því á laugardaginn að ég átti ekki sólarvörn, en nennti ekki út í búð fyrr en ég færi í Parken um 3 leytið. Sat úti í sólinni og las, en hegndist fyrir það og fór ekki út úr húsi næstu daga, fyrr en ég neyddist til þess í dag að mæta í skólann ;o)
Sólarvörnin var samt keypt, og þokkalega af þekjandi gerðinni...


Hitti Nínu og Sophie ásamt einhverjum fleirum í Parken þar sem ætlunin var að lesa svoldið meira, en varð nú eiginlega bara að hygge... (surprise surprise!) Í staðinn var samt sunnufrídagurinn nýttur í lestur svo það var bara smá tilflutningur á lestri en ekki útfelling ;o)

Í dag mætti ég svo í fyrstu Virologi-æfinguna. Kippti þar eins og einu stykki lifandi hænuunga út úr eggi, klippti af honum hausinn og setti í mixara. Allt í þágu læknavísindanna, ég veit bara ekki ennþá hvernig.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Oj bara. Þarf maður að kunna svona ef maður ætlar að vera læknir? Klippa hausa af ungviði? Oj.

16 maí, 2008 14:54  
Blogger Ósk said...

OJ! Fríður Finna þó! bjakkbarasta!

17 maí, 2008 10:23  

Skrifa ummæli

<< Home