Og tíminn flýgur áfram!
Það er alveg magnað hvað tíminn flýgur frá manni!
Mamma og pabbi komu aftur frá Madríd og við áttum saman nokkra æðislega daga, fyllta með áti og þægindalífi. Of þægilegu eiginlega. Og of mikið át.
Elduðum önd í páskamatinn og ég var svoldið búin að velta þvi fyrir mér hversu mikil aðgerð það yrði að hreinsa út úr henni. (það stóð sko utan á umbúðunum að maður ætti að byrja á því). Hélt reyndar að maður fengi alltaf fjerkræ hreinsað, en jæja. Kom svo í ljós að það sem maður þurfti að "hreinsa" út, var plastpoki með helstu líffærum ;o)
Ekki svo mikið mál þegar allt kom til alls.
Gunnar og Ásdís komu svo frá Malmö, þannig að þarna var hálf fjölskyldan sameinuð.
Restin sat heima á Krók, þar sem afi ansi hróðugur tróð systur mínar grænmetisæturnar út af kjöti ;o) Það er ómögulegt að segja nei við manninn, viti þeir sem reyna!
Við opnuðum líka PÁSKAEGGIN, og allir fengu málshátt. Man reyndar ekki alla, en minn var alla vega "Fiskur tekur beitu en öngull fisk". Veit ekki alveg hvar ég er í þessari röð, en næ vonandi að túlka það síðar ;o)
Í gær fór ég svo og hitti vejlederinn minn í bs-verkefninu. Hálf skjálfandi á beinunum því ég var hætt að reyna að átta mig á þessu kerfi þeirra dana (eða læknadeildarinnar) og gerði þetta bara eftir mínum haus.
Og það virkaði bara svona ljómandi vel því að vejlederinn átti ekki til orð yfir þessari frábæru forvinnu minni, og hversu systematiskt ég vinn og skipulega, og endaði á því að bjóða mér að koma og taka þátt í rannsóknum á stofnuninni hennar, svona þegar ég er búin með þetta verkefni :o) Ekki slæmt, þó ég viti ekkert hvort ég hafi tíma þegar þar að kemur. Væri samt gaman að fá nafnið sitt á eins og nokkrar vísindagreinar.... ;o)
Í dag mátti ég svo skríða fram úr hlýju rúminu mínu ekki seinna en kl. 4 til að ná í flugvél til Amsterdam. Þetta var bara eins og að vera á Íslandi að fara til útlanda, nema að þetta er svo snemma að almenningssamgöngur eru ekki farnar að ganga, og næturstrætó bara á kl.t. fresti!
En það sem er kannski merkilegast við þetta er samt, að ég er að fara til LONDON, en ekki Amsterdam! Meikar sens ha?
Góða helgi alla vegana, og það væri nú gaman að sjá hvaða málshætti þið fenguð, í kommentunum ;o)
Yfir og út
Fríður Finna
P.s.
Mér er samt farið að líða mun betur eftir að ég setti þennan teljara á síðuna, nú veit ég alla vega að það er einhver sem les þetta þó þess sjáist lítil merki í kommentunum ;o)
Mamma og pabbi komu aftur frá Madríd og við áttum saman nokkra æðislega daga, fyllta með áti og þægindalífi. Of þægilegu eiginlega. Og of mikið át.
Elduðum önd í páskamatinn og ég var svoldið búin að velta þvi fyrir mér hversu mikil aðgerð það yrði að hreinsa út úr henni. (það stóð sko utan á umbúðunum að maður ætti að byrja á því). Hélt reyndar að maður fengi alltaf fjerkræ hreinsað, en jæja. Kom svo í ljós að það sem maður þurfti að "hreinsa" út, var plastpoki með helstu líffærum ;o)
Ekki svo mikið mál þegar allt kom til alls.
Gunnar og Ásdís komu svo frá Malmö, þannig að þarna var hálf fjölskyldan sameinuð.
Restin sat heima á Krók, þar sem afi ansi hróðugur tróð systur mínar grænmetisæturnar út af kjöti ;o) Það er ómögulegt að segja nei við manninn, viti þeir sem reyna!
Við opnuðum líka PÁSKAEGGIN, og allir fengu málshátt. Man reyndar ekki alla, en minn var alla vega "Fiskur tekur beitu en öngull fisk". Veit ekki alveg hvar ég er í þessari röð, en næ vonandi að túlka það síðar ;o)
Í gær fór ég svo og hitti vejlederinn minn í bs-verkefninu. Hálf skjálfandi á beinunum því ég var hætt að reyna að átta mig á þessu kerfi þeirra dana (eða læknadeildarinnar) og gerði þetta bara eftir mínum haus.
Og það virkaði bara svona ljómandi vel því að vejlederinn átti ekki til orð yfir þessari frábæru forvinnu minni, og hversu systematiskt ég vinn og skipulega, og endaði á því að bjóða mér að koma og taka þátt í rannsóknum á stofnuninni hennar, svona þegar ég er búin með þetta verkefni :o) Ekki slæmt, þó ég viti ekkert hvort ég hafi tíma þegar þar að kemur. Væri samt gaman að fá nafnið sitt á eins og nokkrar vísindagreinar.... ;o)
Í dag mátti ég svo skríða fram úr hlýju rúminu mínu ekki seinna en kl. 4 til að ná í flugvél til Amsterdam. Þetta var bara eins og að vera á Íslandi að fara til útlanda, nema að þetta er svo snemma að almenningssamgöngur eru ekki farnar að ganga, og næturstrætó bara á kl.t. fresti!
En það sem er kannski merkilegast við þetta er samt, að ég er að fara til LONDON, en ekki Amsterdam! Meikar sens ha?
Góða helgi alla vegana, og það væri nú gaman að sjá hvaða málshætti þið fenguð, í kommentunum ;o)
Yfir og út
Fríður Finna
P.s.
Mér er samt farið að líða mun betur eftir að ég setti þennan teljara á síðuna, nú veit ég alla vega að það er einhver sem les þetta þó þess sjáist lítil merki í kommentunum ;o)
3 Comments:
Málshátturinn minn var:
„Enginn er of góður sjálfum sér að þjóna“
Það væri hægt að túlka þennan málshátt sem pínu kaldhæðnislegan, en ég reyni samt ekki að spá mikið í það :)
Jæja elskan!
Ég fékk þá snilldarhugmynd að gúggla þér og ath. hvort einhver leið væri að fylgjast betur með þér svona í fjarlægð ;)
Og ég veit að vitanlega slepp ég ekki án þess að láta vita af því.
Til gamans sset ég málsháttinn minn...
Góður þegn þarfnast engra forfeðra
Endilega líttu við tækifæri á síðuna okkar (barnanna) www.grislingarnir3.barnaland.is
Lykilorðið er nafnið á götunni okkar kommulaust með litlum stöfum.
Vona að þú hafir það gott, veit að þú hefur nóg að gera hafi ekki mikið breyst hjá þér :)
Kveðja frá Króknum, María.
Ja eg veit ekki gaman thetta kommentaleysi, thekki thad :0 Eg fekk sko ekkert paskaegg i ar, thannig ad thad er enginn malshatturinn i thetta sinn :(
Gott ad heyra ad thad gangi vel med BA verkefnid.
Knus fra Alaborg
Skrifa ummæli
<< Home