þriðjudagur, mars 11, 2008

Árshátíð FÍLD 2008

Well well well
mér skilst að suma langi til að heyra hvað varð um þessi 11500 dkk virði af áfengi ;o)

FÍLD = Félag Íslenskra Læknanema Danmörku, heldur árshátíð einu sinni á ári, og í þetta skiptið var komið að Kaupmannahafnargenginu að sjá um herlegheitin. Í eitt skipti bauð ég mig ekki fram í nefnd, en endaði einhvern veginn samt í henni...

Og þetta var svakaleg vinna, þar sem við þurftum að sjá um allt frá A-Ö, (nema reyndar elda matinn, hann pöntuðum við ;o) skreyta salinn, dekka borð, skreyta önnur rými en matsalinn, setja upp bar (sem skýrir áfengismagnið...) velja tónlistina, osfrv. Sem var nú reyndar bara gaman, það eina sem var minna gaman var að þrífa eftir þetta allt saman ;o)

Prógrammið byrjaði strax um 3 leytið, þar sem 2 læknar frá Íslandi, Ólafur og Engilbert, komu til að kynna möguleikana og fyrirkomulag á því að taka kandídatsár heima. Eftir það var opið hús á Læssöesgade heima hjá mér s.s.) með "hressingu", þar sem það komu svo margir "utan af landi" og ekki bara hægt að henda þeim út á götu fram að árshátíð ;o)

Hálf átta opnaði svo húsið, en árshátíðin var haldin á NOKO (Nordisk Kollegium). Og það var hreint út sagt bara fullkominn rammi utan um þetta! Æðislegur bygging með ótrúelga flottum sölum og rýmum,bókasafni og koníaksstofu etc. Maturinn var æði, skemmtiatriðin frábær (Komin hefð á það að Kaupmannahöfn komi með nýtt lag í hverri árshátíð) kaffi og baileys með eftirréttinum, og svo diskó og ódýr bar á eftir ;o)



Kl. 11 opnaði húsið fyrir öðrum en bara árshátíðargestum (reglur NOKO) en það var bara enn skemmtilegra, þar sem það var hægt að smala öllum vinum og vandamönnum á djammið ;o) Undarlegt nokk birtust svo 3 krækingar þarna, hver úr sinni áttinni með sitthvora tenginguna, ja eða bara enga tengingu, við læknanemana.
Hentum svo síðasta fólkinu út upp úr 6, en þá tóku við þrif í tæpa 3 tíma ;p

Æðislegt kvöld, en svakalega hlakka ég til að vera bara árshátíðargestur í Århus á næsta ári :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home