fólk hefur bara ekki undan við að lesa bloggið!
Það er ekki eins og það sé ekki nóg að gerast, bara eitthvað minna um að það komist á "blað" þessa dagana.
Kom aftur frá Armeníu og það tók ekki nema 13 tíma frá því að ég lagði af stað út á flugvöll og þangað til ég var komin heim. Ég elska flugvelli! Segi samt betur frá þeirri ferð seinna.
Er síðan þá bara búin að böðlast í þessu blessaða Bs verkefni, sem ég verð að viðurkenna að hefur sífellt minnkandi áhugagildi, fara á tónleika í tívolí með Helga Hrafni og Unni (og svo einhverjum nánast óþekktum listamanni sem heitir Teitur),fara á Kökkenvandring með Naju vinkonu,
borða með Valhúsabrautarfjölskyldunni, og svo í bráðskemmtilega microbiologitilraun í dag.
Fólst í því að þvo á sér hendurnar og stinga svo puttunum í agarskálar (svona skálar til að rækta sýkla ;o) Það er að segja, einar 11 mismunandi útgáfur af handþvotti og mismunandi stigum í handþvottinum, blautar, þurrar, sápa, handspritt etc. Og þar fyrir utan, tilraun þar sem við settum puttana í E-coli skán, í gegnum mismunandi klósettpappír. (s.s. eitthvað í áttina að því að skeina sig, fyrir þá sem ekki átta sig á samhenginu ;o) Ákvað að borða ekki puttamat í kvöldmat, en afraksturinn af öllu káfinu kemur samt fyrst í ljós á morgun þegar við kíkjum aftur á skálarnar okkar ;o)
Segi ykkur frá niðurstöðunum seinna.
Farin í skriftirnar!
F.
Kom aftur frá Armeníu og það tók ekki nema 13 tíma frá því að ég lagði af stað út á flugvöll og þangað til ég var komin heim. Ég elska flugvelli! Segi samt betur frá þeirri ferð seinna.
Er síðan þá bara búin að böðlast í þessu blessaða Bs verkefni, sem ég verð að viðurkenna að hefur sífellt minnkandi áhugagildi, fara á tónleika í tívolí með Helga Hrafni og Unni (og svo einhverjum nánast óþekktum listamanni sem heitir Teitur),fara á Kökkenvandring með Naju vinkonu,
borða með Valhúsabrautarfjölskyldunni, og svo í bráðskemmtilega microbiologitilraun í dag.
Fólst í því að þvo á sér hendurnar og stinga svo puttunum í agarskálar (svona skálar til að rækta sýkla ;o) Það er að segja, einar 11 mismunandi útgáfur af handþvotti og mismunandi stigum í handþvottinum, blautar, þurrar, sápa, handspritt etc. Og þar fyrir utan, tilraun þar sem við settum puttana í E-coli skán, í gegnum mismunandi klósettpappír. (s.s. eitthvað í áttina að því að skeina sig, fyrir þá sem ekki átta sig á samhenginu ;o) Ákvað að borða ekki puttamat í kvöldmat, en afraksturinn af öllu káfinu kemur samt fyrst í ljós á morgun þegar við kíkjum aftur á skálarnar okkar ;o)
Segi ykkur frá niðurstöðunum seinna.
Farin í skriftirnar!
F.
2 Comments:
Hó hó!
Nánast óþekktur listamaður sem heitir Teitur!!!! Like him alot:) Hvernig fannst þér hann? Ég heyrði í honum í útvarpinu í DK fyrir ca. 4 árum og fór strax að kaupa diskinn hans og hann hefur dreifst ótrúlega út. Svo fór ég á tónleika með honum á Nasa í fyrra. Hvað er annars að frétta? Ekki hress? Við vorum að festa kaup á húsi á Egilsstöðum þannig að þangað liggur leiðin í sumar. Ég setti myndir inn á heimasíðu sem ég var að búa til, www.123.is/ingalind
Endilega kíktu
Knús Ingunn Berglind
Mér fannst hann góður :o)
Fór fyrir algera tilviljun á tónleika með honum fyrir 1,5 ári síðan, þegar Hildur sjúkraþjálfari var hérna í Köben. Og er svo búin að mæta á æfingar og tónleika á þessum túr líka, þannig að ég er nánast farin að þekkja prógrammið ;o) En ti hamingju með húsið! Það eru bara allir að verða fullorðnir í kringum mann! :o)
Kíki á síðuna!
Skrifa ummæli
<< Home