fimmtudagur, apríl 24, 2008

Gleðilegt sumar!

Jamm, það er víst sumardagurinn fyrsti í dag! Hafði nú ekki áttað mig á því fyrr en mamma hringdi til að óska mér gleðilegs dags. Liggur við að ég hafi fundið til söknuðar að hafa ekki farið í skrúðgöngu, en sá söknuður hvarf skjótt þegar ég hætti mér út úr húsi og fékk frostbit (eða alla vega svona næstum því ;o) á puttana, þrátt fyrir sólskinið og örugglega mun fleiri gráður en heima á Íslandi!

Petri(agar)skálarnar voru spennandi, og ef þið voruð ekki meðvituð um það áður, þá er spritt langbesta leiðin til að tryggja sýklalausar hendur. En svona undir flestum kringumstæðum er hvort sem er ekki mikið annað en stafylokokkus epidermis þar að finna, og eins og ég hef alltaf sagt: Það sem ekki drepur þig, herðir þig! (Mæli samt eindregið með handþvotti eftir klósettferðir! ;o)

Ég skilaði inn fyrsta uppkasti af BS ritgerðinni minni í dag. Verður fróðlegt að sjá hvaða comment ég fæ til baka og hversu miklu ég þarf að breyta. Á samt enn eftir að skrifa niðurstöður, og lagfæra inngang og eitthvað fleira, en samt rosalega góð tilfinning að vera komin hingað ;o)

Yfir og út, og ég vona að þið njótið öll sumarsins á Íslandi :o)

P.s. Um helgina er ég að fara til Parísar, Lissabon og Amsterdam. Í Amsterdam ætlar Jón Ingvar að taka á móti mér með þéttri dagskrá og ég er farin að hlakka til :D

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt sumar!:)
Ég sat inni fyrir framan tölvuna allan daginn en saknaði þess samt ekki að fara í skrúðgöngu:P

-k.

25 apríl, 2008 22:49  
Blogger Unknown said...

Til hamingju með daginn :)

03 maí, 2008 20:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með daginn...hringi á næstu dögum;)

04 maí, 2008 00:35  
Anonymous Nafnlaus said...

haeb...

tegar vid gerdum tessa tilraun i sykklafradi var sprittid verst.. tad var svo tekid og sett nytt i stadin..hehe svo sprittid getur verid bakteriustia..

kv
Helga i svitjod

07 maí, 2008 14:32  
Anonymous Nafnlaus said...

[url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/ganardinero.jpg[/img][/url]
[b]Toda la informacion que buscas sobre ganar dinero[/b]
Hemos encontrado la mejor pagina web en internet de como trabajar en casa. Como fue de utilidad a nosotros, tambien les puede ser de interes para ustedes. No son unicamente metodos de ganar dinero con su pagina web, hay todo tipo de formas de ganar dinero en internet...
[b][url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/dinero.jpg[/img][/url]Te recomendamos entrar a [url=http://www.ganar-dinero-ya.com/]Ganar-dinero-ya.com[/url][url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/dinero.jpg[/img][/url][/b]

19 febrúar, 2010 12:36  

Skrifa ummæli

<< Home