Sölumenn og konur
Var að rifja það upp að þegar ég var yngri þá vorum við vinkonurnar alltaf á endalausum kynningum. Oftast snyrtivörukynningar en líka tuskukynningar (þá meina ég fatakynningar), og svo breyttist þetta í plastkynningar þegar maður varð aðeins eldri, eða þær bættust alla vega við :þ
Var viðstödd eina ryksugukynningu en náði nú aldrei að fara á alvöru tuskukynningu, aðallega af því að ég var flutt úr landi þegar Jóhanna frænka byrjaði að selja tuskur...
Hérna í Danmörku er þetta aðeins öðruvísi, eða þá að ég hef bara ekki dottið inn í radíus einhverrar snyrtivöru/tusku/plastkonunnar. En í öllu falli, þá kemur í hverjum mánuði bæklingur inn um lúguna, með öllum þessum vörum sem voru kynntar heima. Á líka þessum kostakjörunum, og allt á kynningartilboðum þegar maður pantar í fyrsta skipti :o) Alveg týpískt fyrir Fríði að falla í svona gryfjur hugsa einhverjir núna, og ég er reyndar búin að "kaupa" alveg fullt upp úr þessum bæklingum. Nærföt, vítamín, bækur...
Og hef aldrei gleymt að afpanta! Var samt að fá kassa með fullt af vörum sem ég pantaði upp úr einum bæklingnum, og það var alveg eins og að vera orðin 16 ára aftur!
Var viðstödd eina ryksugukynningu en náði nú aldrei að fara á alvöru tuskukynningu, aðallega af því að ég var flutt úr landi þegar Jóhanna frænka byrjaði að selja tuskur...
Hérna í Danmörku er þetta aðeins öðruvísi, eða þá að ég hef bara ekki dottið inn í radíus einhverrar snyrtivöru/tusku/plastkonunnar. En í öllu falli, þá kemur í hverjum mánuði bæklingur inn um lúguna, með öllum þessum vörum sem voru kynntar heima. Á líka þessum kostakjörunum, og allt á kynningartilboðum þegar maður pantar í fyrsta skipti :o) Alveg týpískt fyrir Fríði að falla í svona gryfjur hugsa einhverjir núna, og ég er reyndar búin að "kaupa" alveg fullt upp úr þessum bæklingum. Nærföt, vítamín, bækur...
Og hef aldrei gleymt að afpanta! Var samt að fá kassa með fullt af vörum sem ég pantaði upp úr einum bæklingnum, og það var alveg eins og að vera orðin 16 ára aftur!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home