mánudagur, mars 03, 2008

Sögur af flugdólgum og öðru fólki

Fór til Brussel um helgina. Svo sem ekki í frásögur færandi, enn einn fundurinn á vegum Evrópustjórnarinnar, í þetta skiptið til að undirbúa ráðstefnu sem við erum að halda í Lissabon í lok apríl.

Bókaði flug með Sterling, var það langódýrasta sem ég fann, þrátt fyrir að tímasetningarnar hefðu getað verið skemmtilegri, sérstaklega á heimleiðinni.

Fór svo beint eftir skóla (hvar ég btw hafði sólundað dýrmætum 2,5 tíma af lífi mínu á OSVAL Workshop, eitthvað sem ég mæli ekki með fyrir nokkurn mann!!!) út á flugvöll og stóð þar í mismunandi biðröðum í 1,5 tíma. Eins gott að ég var tímanlega út á völl, því að Sterling vill ekki leifa mér að tékka mig inn sjálf af því að ég heiti Sigurðardóttir í alvörunni en Sigur/ardottir hjá þeim. Hafði það samt af að lokum að tékka mig inn og dreif mig svo og keypti kvöldmatinn minn, dýrindis túnfisksalat frá "ToGo". Og svo bara beint út í vél. Vildi reyndar svo skemmtilega til að það var hálftíma seinkun en þá fékk ég að sitja og bíða en ekki standa og bíða svo það var allt í lagi.

Jæja, off we go, og það er ekki fyrr búið að slökkva sætisbeltaljosið fyrr en ég gríp salatið mitt og byrja að borða. Enda orðin sársvöng eftir allar biðstöðurnar ;o) Fljótlega byrja svo flugfreyjurnar að tilkynna í kallkerfinu hvað maður geti nú keypt hjá þeim af dýrindis samlokum, og klikkja svo út með að segja: "Það er ekki leyfilegt að borða eigin mat í vélinni"!!!! Og ég byrjuð að borða, búin að opna umbúðirnar og ekki nokkur leið að loka þessum umbúðum og setja frá sér án þess að það fari allt út um allt.

Lítið annað í stöðunni en að klára salatið, en ég fékk mjög ákveðnar ábendingar um það að "næst þegar ég flygi með Sterling, að þá ætti ég að muna að það mætti ekki borða eigin mat um borð". Og slatta af illum augnaráðum.

Leið svoldið eins og ég væri 5 ára.

Og að ég hefði verið að reykja inni á klósetti.

Alla vega ekki eins og ég hefði verið að "borða eigin mat".


Á heimleiðinni var svo 2 tíma seinkun á vélinni, svo í stað þess að fara í loftið kl. 21.00, þá fór ég í loftið kl. 23:00
Verð að viðurkenna að ég grét svoldið innra með mér þegar ég horfi á eftir hverri vélinni á fætur annarri frá SAS og Brussel Airlines fara í loftið á leiðinni til Köben.

Ég ætla að sleppa Sterling næst þegar ég leita að flugi.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vá, ég hef aldrei heyrt áður um að ekki megi borða eigin mat í vélinni, það er fáránlegt! Þeir verðleggja líka alltaf allt eins og allir viðskiptavinir þeirra séu olíufurstar!

04 mars, 2008 14:05  
Blogger Unknown said...

Hvaða ósvífni var það að koma með nesti?
Ég lenti reyndar í að epli sem ég hafði tekið með í nesti var gert upptækt í tollinum í Boston í haust. Veit ekki alveg hver ástæðan var en þeir hafa auðvitað öryggi þjóðarinnar í fyrirrúmi.

05 mars, 2008 08:35  
Blogger Eddan said...

Vonandi ekki 5 ára OG að reykja inn á klósetti? Hættirðu 10 ára?

Hahaha,
kv.
Edda frænka

07 mars, 2008 12:15  
Blogger Jón Grétar said...

Þetta er einmitt málið með lággjaldaflugfélögin, það er oft takmarkaður sparnaður (bæði á tíma og peningum) að fljúga með þeim. Þegar miðinn kostar 5 evrur, plús skatta, tékk inn gjöld, töskugjald, tryggingar og ýmislegt annað þá verður miðinn oft ekki mikið ódýrari en hjá "alvöru" flugfélögum. Fyrir utan það að það er oftast miklu ánægjulegra að fljúga með dýru félögunum.

10 mars, 2008 12:08  

Skrifa ummæli

<< Home