Þegar maður byrjar í náminum hérna er manni skipt niður í Hold og byrjaði ég í Holdi 101. Það verður svo hold 201 þegar maður kemur upp á 2. semester (önn), 301 á 3 sem etc. Ekki mjög flókið.
Þegar ég var að byrja á 3 önn var ákveðið, að þar sem bekkurinn minn hafði minnkað um helming, að það væri hentugast að skipta honum upp í öreindir, sem er ástæðan fyrir því að ég var í bekk 303 og 403 á síðasta ári, en ekki 301 og 401.
Nema hvað, nú er 5 önn að byrja, og í tilraun til að skipuleggja mig er ég búin að ná í stundaskránna inn á netið og skrifa hana upp í dagbókina mína (þar sem hún fylgir allt sem ég fer, eins og sönnum dana sæmir ;o) auk þess sem ég er byrjuð að skipuleggja hvenær ég ætla að lesa hvað, svona til að fylgja þessum fyrirlestrum sem standa fyrir dyrum. Og við skulum hafa það á hreinu að þetta er bæði tímafrek, og leiðinleg vinna!
Fékk að vita það í gærkvöldi að það er búið að fækka um bekk og þess vegna er ég núna í holdi 502...
Þegar ég var að byrja á 3 önn var ákveðið, að þar sem bekkurinn minn hafði minnkað um helming, að það væri hentugast að skipta honum upp í öreindir, sem er ástæðan fyrir því að ég var í bekk 303 og 403 á síðasta ári, en ekki 301 og 401.
Nema hvað, nú er 5 önn að byrja, og í tilraun til að skipuleggja mig er ég búin að ná í stundaskránna inn á netið og skrifa hana upp í dagbókina mína (þar sem hún fylgir allt sem ég fer, eins og sönnum dana sæmir ;o) auk þess sem ég er byrjuð að skipuleggja hvenær ég ætla að lesa hvað, svona til að fylgja þessum fyrirlestrum sem standa fyrir dyrum. Og við skulum hafa það á hreinu að þetta er bæði tímafrek, og leiðinleg vinna!
Fékk að vita það í gærkvöldi að það er búið að fækka um bekk og þess vegna er ég núna í holdi 502...
2 Comments:
Þetta er mun einfaldara hér í Hollandi, einn 200 manna bekkur og svo velur maður sér sjálfur vinnuhópa.
En það er alltof erfitt að halda bekkjarpartý fyrir 200 manns! ;o)
Skrifa ummæli
<< Home