þriðjudagur, ágúst 28, 2007

blautbolakeppni

Fékk þessi gríðarlega fallegu vinnuföt í nótt. "Kjóll" eins og þessi sem maður sér í ákveðnum lit bíómynda og er alveg á mörkum þess að teljast þægilegur vinnufatnaður, og hvað þá siðsamlegur...

Siðseminni var samt bjargað þegar einn sjúklinganna réð ekki alveg við sturtuhausinn og sprautaði beint á mig svo það mátti ekki á milli sjá hvor var blautari, ég eða sjúklingurinn að sturtunni lokinni.

Lögreglumennirnir sem sátu fyrir framan fataherbergið í alla nótt fengu ágæta vakningu þarna í morgunsárið.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahaha góða :))))

Kv, Fanney

29 ágúst, 2007 00:37  

Skrifa ummæli

<< Home