mánudagur, júlí 30, 2007

Jamboreeeeeeeee

Jæja, þá er maður kominn á Jamboree. Einn af þessum 42.000 sem þangað eru komnir :o)
Sit núna á kvöldvakt í Icelandic Contingent Headquarters og passa hús (tjald) og híbýli ásamt Jóni Grétari. Virðast loða við mig þessar kvöld og næturvaktir... Er reyndar orðið ansi kósý hérna hjá okkur, en mikið lifandi ósköp er ég fegin gasofninum sem er hérna við hliðina á mér. Ekki mikill munur á enskri og íslenskri veðráttu. Grenjandi rigning þegar við skriðum upp brekkuna að tjöldunum okkar í gærkvöldi, vaknað í hráslaga í morgun og skvampað niður í centrum í leifum gærdagsins. Um miðjan dag óskaði maður svo þess að maður hefði haft aðeins minni, þynnri, styttri föt með niður í morgun, svona þegar sólin skein og hitinn ætlaði allt að kæfa. Og núna er orðið kalt, eins og á íslensku vorkvöldi og maður óskar þess að maður væri með ullarpeysuna góðu :o)

Í gær var setningin, öll þúsundin samankomin, hver þjóð að veifa sínum fána og fagna því að vera loksins, loksins komin hingað. Sem betur fer var sól og hiti þá, rigningin kom ekki fyrr en Scissor sisters voru komnar á svið á tónleikum kvöldsins, en það skipti ekki máli, regngallinn upp og málinu reddað :o)

Fararstjórnin er að mestu búin að klára að koma upp og skipuleggja sínar stöðvar þannig að nú getum við skipt með okkur vöktum og fengið aðeins meiri frítíma (skiljist einhvern frítíma ;o) Og byrjuð að skoða mótssvæðið og njóta þess sem það hefur upp á að bjóða. Búin að borða í þýskri "höll, ekkert hægt að lýsa þessu öðruvísi (myndir vonandi seinna), á austurískum veitingastað þar sem þjónarnir voru klæddir í kjól og hvítt og borðin dúkuð, og á svissneskum veitingastað þar sem var framreidd ostafondue, hvað annað?

Á morgun er svo ætlunin að fara á tékkneska veitingahúsið og finnska kaffihúsið. Og reyna að kíkja á íslensku póstana sem er búið að undirbúa síðustu mánuði heima á Íslandi ásamt öllu hinu sem á samt örugglega eftir að taka mun fleiri daga en þá sem standa til boða.

Reyni að skella inn myndum og einhverju fleira næstu daga :o)

Fríður

Þaðan sem Saudi Arabía er næsta land við Ísland!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtu þér vel, vildi að ég væri þarna en fer bara næst í staðinn :)
kv. frá Bavaria Ásgeir

30 júlí, 2007 19:33  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, það vantar sko algjörlega þig hérna! Svíþjóð 2011 er málið :)

HItti annars skáta frá Bavaria í dag, hann ætlar að senda fólk á landsmót :o)

FFS

31 júlí, 2007 18:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Snilld, veistu hvaðan?

Kv.
Ásgeir

06 ágúst, 2007 12:50  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ ákvað að kvitta fyrir komuna. Rakst á síðuna í gegnum strákanna með síðuna jamesblunt..

takk fyrir síðast og hafðu það gott í danaveldi..

kv Alma Guðnad. Faxa

19 ágúst, 2007 17:39  
Blogger Fríður Finna said...

Nei Ásgeir, gæti hafa heyrt það en glætan að ég muni það ;o) Við komumst bara að því á næsta ári...

Gaman að sjá þig Alma, og já, takk sömuleiðis :o)
Ótrúlega fyndið hvað heimurinn er lítill og tengingarnar langar en samt svo stuttar :o)

21 ágúst, 2007 17:00  

Skrifa ummæli

<< Home