sunnudagur, ágúst 26, 2007

jæja....

Já, þá er maður kominn til dk á ný, og allt að falla í sama horfið aftur. Eða alla vega, komin smá rútína á lífið þó það vanti enn svoldið upp á að allt sé komið á sinn stað eftir ferðalögin... ;o)

Jamboree var skemmtilegt, þó ég hafi nú aldrei séð nema helminginn af þessum öllu saman, og ekki kynnst einni nýrri manneskju sem er harla óvenjulegt. Í staðinn hitti ég samt marga gamla vini, og átti góðar stundir með íslenska fararstjórnargenginu...

Vorum svo nokkra daga í London á meðan skátarnir voru í heimagistingu, tilbúin að redda hlutunum ef eitthvað kæmi upp á, en sem betur fer var ekki mikil þörf fyrir þá aðstoð og flestir skátarnir skemmtu sér vel í sinni dagsskrá þar. Ég hins vegar keypti mér nýjar tevur, en eins og einhverjir gætu hafa tekið eftir voru það tveir vinstri skór sem komu upp úr kassanum heima á Íslandi...

Á Íslandi létum við ástmögurinn svo loksins verða af því sem við höfum talað um í mörg ár og keyrðum hringinn. Lentum í því í fyrsta skipti að reka bílinn upp undir á þjóðvegi 1 (Þvottárskriður) og áttum góðar (matar-)stundir með ýmsum ættingjum og vinum. Við erum strax byrjuð að skipuleggja ferðina næsta sumar :o) (vonandi með engum uppírekstrum þó).

Og nú er það bara vinna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home