mánudagur, maí 29, 2006

ólífuraunir

Öllum til mikillar undrunar, ekki síst mér sjálfri, gerðist ég ákafur ólífuaðdáandi síðla árs 2005 og hef ég síðan stundað að setja þessar grænu (ekki svartar samt) elskur í nánast hvað sem er af því sem á minn disk hefur komið. Og ef ég hef ómögulega getað sett þær í uppskriftina, þá hef ég bara borðað þær stakar með, svona til að tryggja að ég fái minn skammt!

Þegar Stefán var hérna keypti ég stóra krukku af ólífum en þar sem plássið í ískápnum var afskaplega takmarkað på grund af íslenskt lambakjöt í alls kyns útgáfum lenti krukkan inni í skáp við hliðina og hugsaði ég með mér að þar sem þær væru nú geymdar uppi í hillu í SuperBrugsen þá hlyti þetta að vera í lagi. Ég komst að því þegar ég kom heim frá Noregi að þetta var ekki í lagi, og var hvít lag yfir allri krukkunni því til áréttingar. Þrátt fyrir að hafa reynt að bjarga neðstu lögunum þá komst ég að þeirri niðurstöðu að ég myndi aldrei hafa lyst á þessu anyway svo ég endaði á að henda restinni eftir 2 daga.

Í dag keypti ég svo aðra krukku, í Nettó í þetta skiptið, og lét nægja að kaupa litla krukku, svona til að byrja með en það vildi nú ekki skemmtilegar til en svo að á leiðinni heim lak allur vökvinn úr krukkunni svo allt sem í pokanum var angar núna af ólífulykt, og þakka ég bara fyrir það að hafa sett þetta í poka en ekki í skóla/tölvubakpokann minn eins og venjulega. Best af öllu er samt að litla buddan mín og allt sem í henni var er núna eins og ein stór ólífa þannig að þegar ég dreg næst upp veskið til að borga verður það ekki danskar krónur sem afgreiðslustúlkan/drengurinn fær heldur ólífur.

Ég veit ekki ennþá hvort þetta verður endirinn á ólífuneyslu minni.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta eru bara skýr skilaboð um að það borgar sig ekki að borða ólífur!

01 júní, 2006 01:07  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála síðasta ræðumanni ;)
Hlakka til að sjá þig, bara tæpar 4 vikur í okkur.
Knúskveðjur frá Álaborg

01 júní, 2006 21:15  

Skrifa ummæli

<< Home