þriðjudagur, febrúar 12, 2008

og það er allt gott að frétta!

Jæja, það er orðið svoldið síðan ég setti inn línu hérna. Ekki af því að það hafi ekkert verið að gerast, heldur kannski frekar af því að það var bara of mikið að gerast! En í stuttu máli:

1.) Búin að fá út úr prófum. Gekk vel, orðin læknir upp í ca nára núna ;o)
2.) Fór til Sviss á fyrsta vinnufund grúbbunnar minnar sem ég er að stýra fyrir Evrópustjórnina. Eða, ég gerði heiðarlega tilraun til þess ;o) Fékk ekki að fara upp í flugvélina af því að ég var ekki með vegabréf. (Hafði spurst fyrir og fékk þau svör að ökusskírteini hefðu dugað) Var eiginlega enn fúllra eftir að hafa fengið afgreitt neyðarpassa á 45 mín (frá því að mér var hent út úr flugvélinni ;o) og borgað fyrir það 200 DKK. Keypti nýjan flugmiða daginn eftir sem kostaði meira en 200 DKK.
3.) Fór í 3 ára afmæli til Daníels.
4.) Helgi Hrafn og Unnur dvöldu hjá okkur í tæpa viku. Voru í æfingarferð fyrir tónleikaferðalagið með Teit sem þau eru að fara í. Fékk að mæta á æfingu hjá þeim lokakvöldið, og þetta hljómaði mjög vel ;o) Hlakka til að fara á tónleika um næstu helgi!
5.) Fór til fyrrum Sovétlýðveldis. Mesta menningarsjokk sem ég hef orðið fyrir. Allt voða fínt á yfirborðinu, allir voða vingjarnlegir og vel til fara, og húsakostur góður. Þangað til að mér var hvíslað að fara og ná í ALLA pappíra sem tengdust verkefninu upp á hótelherbergið mitt.
Stjórnvöld kæra sig ekki um að erlend félagasamtök séu að skipta sér af samfélaginu, og það má taka börn landsmanna af þeim ef þeir blanda sér í erlend verkefni sem þóknast ekki stjórnvöldum. Velti því svo fyrir mér hvort og hver hefði farið í gegnum töskuna mína. Verð samt eiginlega að skrifa aðra færslu um þetta seinna.
7.) Byrjaði aftur í skólanum. Verður nóg að gera þessa önnina, en sem betur fer hefur mér tekist að koma því þannig fyrir að ég fer bara 1 ferð á mánuði það sem eftir lifir annar.
6.) Fór aftur til Sviss. Núna til að fara á Evrópustjórnarfund. Var mjög gaman að vanda, og allt mun auðveldara en áður. Maður er greinilega farinn að læra á þetta ;o)
8.) Vika tvö í skólanum byrjuð. Komin þriðjudagur, og 3 utanlandsferðir fram í maí búnar að bætast við. Þar fór 1 ferð á mánuði markmiðið fyrir lítið!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju med gott gengi i profunum:) Kvedja fra Nyja-Sjallandi.

16 febrúar, 2008 01:44  

Skrifa ummæli

<< Home